Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Sumarteikn

Íslenskt vorveður er það sem gildir núna fyrir utan húsið mitt! Þaes 1-4 stiga hiti og hraglandi. Ég vona bara að veðurguðirnir missi sig ekki eins og þeir gerðu fyrir tæpu ári, ekki svo sællar minningar.

Þar sem afkvæmið eyddi helginni fyrir sunnan þurfti ég keyra í gegnum áðurnefnt vorveður á Akureyrarflugvöll. Jorrit var mér til samlætis (tók reyndar með sér bók en hvað um það).

Við sáum nokkur örugg merki um að sumarið er á næsta leyti hvað sem veðurguðirnir hamast.

Td var manneskja á fullu að hjóla upp Víkurskarðið, hjólið drekkhlaðið. Belgi eða Hollendingur sagði sérfræðingurinn. Hverjr aðrir eru það bilaðir (eða fatta hugsanlega ekki hvað þessar hæðarlínur á kortum af Íslandi merkja , þær eru jú sjaldséðar á belgiskum og hollenskum kortum) að fara hjólandi um landið í byrjun maí, ja eða yfirleitt?

Á leiðinni til baka sáum við tvö ho með mæðrum sínum. Ef það er ekki sumarboði þá veit ég ekki hvað!

Annars var fyndið að sjá farþeganna koma út úr vélinni á vellinum. Fyrst kom 1 maður og svo ultu út þvílíkur hellingur af krökkum, svona á aldrinum 6-11 ára. Flugfreyjan átti barasta fullt í fangi með að halda ungahópnum saman!

Kannski ættu helgarpabbar í Reykjavík sem eiga norðlensk börn að taka sig saman og leigja bara vél undir liðið? Eða gera sérsamning við flugfélagið? Þetta eru jú frekar léttir farþegar þó þeir þurfi sérstaka umsýslu svo þeir rati rétta leið.

 


Sumar og sól

Það er búin að vera bongóblíða hjá mér, ja svona seinnipartinn. Það var reyndar þoka í morgun.

Ég notaði tækifærið og landvarðaðist aðeins og leit á frekar spennandi útsýnispall við einn hverinn við Námafjall í dag.

Hverir24.04.07 007

 

Það er merkilegt hvað nokkrir mánuðir af snjó og kulda getur hreinsað upp eftir átroðning sumarsins en staðurinn er nánast eins og nýr. Fann samt eitt vafasamt fótspor.

Eitt af því sem ég fann var hverahrúður með alveg ógurlega bláum og grænum lit. Tók mynd en hún nær litnum ekki alveg.

 


Afmælisdagar

Ég átti víst afmæli í gær. Frekar rólegur dagur en ég náði þó að baka köku og elda vöflur úr vöfludeiginu sem mamma og pabbi komu með sér í heimsókn.

Risinn minn stakk af til afalandsins snemma í gærmorgun en náði samt að óska mér til hamingju með daginn réttu megin við miðnættið. Hann var reyndar ekki fyrstur til þar sem Álfhildur þjófstartaði og sendi mér kveðju á 12 tímanum þann 21. Way to go, Álfhildur!!

Svo bíð ég spennt eftir að sjá hvað samviskubitið, sem maðurinn burðast með, færir mér Devil

Á föstudagskvöldið buðu mamma og pabbi dætrum sínum og viðhengjum í dýrindis kvöldmat að tilefni þess að amma hefði orðið áttræð. Það var 100% mæting svo að borðstofuborðið var teygt til hins ítrasta. Eftir ákaflega góðann humar, frábært lamb kom að bananaístertunni (sem var að mestu án banana). Þegar við, konur og börn, vorum búin að borða rúmlega yfir okkur tók við ís-átkeppni hjá karlmönnunum (eða svoleiðis leit það út fyrir utanaðkomandi). Doddi og pabbi gáfust fljótlega upp en eftir sátu Tryggvi og Jorrit vopnaðir skeiðum. Ég held að þeir hafi sæst á jafntefli þegar ístertan kláraðist en úff... Sick

Svo fengu keppendur vískí og koníak til að hita upp magann. Svona bonding-eitthvað örugglega.

Ég er SVO fegin að keppnisandinn náði bara til ístertunnar Shocking

 

 


Elva hermikráka

Ég sá að Tryggvi hefur tekið pólítískan áttavita sinn í dag. Sniðug og skemmtileg dægradvöl og ég gat ekki staðist freistinguna. Þetta er árangurinn:

Economic Left/Right: -6.88
Social Libertarian/Authoritarian: -4.87

Sem setur mig heldur til vestar (vinstrisinnaðri) og sunnar (frjálslyndari) en Ghandi. W00t

Fyrir tveimur árum var staðan svona:

Economic Left/Right: -4.50
Social Libertarian/Authoritarian: -5.54

Ég veit ekki hvað ég á að segja með þessa vinstri sveiflu hjá mér, er það dagsformið eða hefur það svona djúp áhrif að vinna hjá ríkinu? Woundering


Rómantík

Það svífur rómantík yfir vötnum heima hjá mér þessa dagana!

Við mannfólkið erum svona eins og búast má við, miðað við aldur og fyrri störf. En hinir fiðruðu sambýlingar mínir eru nú aldeilis að taka vorinu fagnandi. Knúsandi og kyssandi hvort annað, kallinn ber fóður í kelluna (plokkar fræ af nammistönginni og tekur 1 skref til hliðar til að láta hana fá. Ekki mikið afrek en fugl verður að notast við það sem hann hefur) og kellan tók upp á því um daginn að rífa sandpappírinn í hengla sem á víst að vera einhver hreiðurgerðarpæling. InLove

Þeim finnst örugglega verst að það húsnæðið býður ekki upp á ungauppeldi. Gárar vilja víst gera sér hreiður í holu en ekki í sandinum á botninum á búrinu eins og einhverjir ódannaðir sjófuglar!

Ég er efins um visku þess að bæta við í páfagaukafjölskylduna* en Jorrit finnst það vera fuglréttindi að fá verpa eggjum. Ég hef ekki einu sinni dottið í hug að ræða málið við son minn! Shocking

*skrifaði páfuglafjölskylduna, að hluta vegna óskhyggju gárakallsins sem vill vera með meira bling, að hluta til vegna þess að ég var ítrekað trufluð við skriftirnar!


Besta að halda áfram að...

baða sig ljóma annarra Wink

En þetta er víst systir mín. Og ég sem hafði svo miklar áhyggjur þegar hún var yngri af því hvað hún líktist pabba. Það lúkk hefur reyndar rjáttlast af henni fyrir löngu.

Pabbi sagði að hún væri svona að dunda sér í þessu en það nægir greinilega til árangurs.

Fegurð hefur reyndar verið regla frekar en undantekning í okkar ætt, eða það finnst okkur og jafnvel öðrum líka. Tounge

En til hamingju Fanney Lára!! Wizard


mbl.is Fanney Lára valin ungfrú Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara smá laugadagsblogg

Sælnú!!

Ég og Magni erum í smá heimkíkki. Það var ýmislegt sem okkur vantaði uppfrá og svo er ágætt að rifja upp hvar maður á heima við og við. Wink

Enda eru gaukarnir sáttir núna, búnir að fá að borða og allt. Svo hefur kólnað síðan við fórum niður Hverfi og það er eignlega skítakuldi hérna inni. Amk finnst gaukunum það og þeir húka eins og tvær litfagrar kúlur á prikinu sínu. Við erum búin að hækka hitann fyrir þá.

Ég ætlaði að vinna smá verkefni fyrir Álfhildi en gmail-inn er eitthvað þversum svo ég verð að gera það á eftir á úttlensku tölvuna hans Jorrit.

Annars er páskafríið búið að vera ljúft hingað til. Kvöldmatur og pottferð í Teignum á Skírdag, svo rólegheit, pottferð, ostakaka og hollenskur kvöldmatur í gær. Á eftir verður kvöldmatur í Teignum en ég hugsa að ég sleppi pottinum í þetta skiptið. Ég get ekki talað fyrir Magna Pagna samt (sem er að lesa það sem ég skrifa jafnóðum Bandit).


Skattur og fífl

Ég skilaði skattframtalinu í dag. Ekki flókið mál en samt nóg til að þurfa smá frest (kannski bara af því að hann bauðst).

Ég fór líka niður á Húsavík í dag. Lærði smá um Breiðarfjarðaeyjar og fór á fund. Þar sem smá bið var á milli fræðslu og fundar gafst mér kærkomið tækifæri til að spássera um bæinn með Elke. Og við fundum nokkur fíflablöð sem höfðu náð að vaxa.

Annars var yndislegt veður og algerlega þörf á sólgleraugunum mínum. Cool

Á leiðinni heim fékk ég smá te og kex hjá Jorrit, dáðist af nýju plástrunum hans og skegginu sem hefur tekið öll völd í andlitinu á honum.

Og svo toppuðum við Magni daginn með því að hræra í jarðaberjasjeik enda sýndi mælirinn í eldhúsinu 47,5 stiga hita (sennilega pínu bjartsýnn þar, svartur og beint í sólinni) þegar ég kom heim! W00t


Sælgætisgrís

Ég er eitthvað ómöguleg í dag. Veit ekki alveg hvað málið er. Kannski er ég að fá kvef eða helgin sitji ennþá í mér?

Sennilega hafa ómögulegheitin eitthvað að gera með hvar ég er í tíðahringnum því að "þessi-tími-mánaðarsins" er senn að renna upp. Allavega hef ég klárað allt súkkulaði í húsinu, (nema 70% súkkulaðið, enda tel ég það ekki til sælgætis, hugsanlega er það skyldast kaffi) og kvöldmaturinn var vægast sagt djúsí.

Vonandi gengur þessi sælgætis og lípíða hneigð yfir sem fyrst því þetta er ekki hollt að borða svona til langframa Sick

Svo væri ég alveg til í að vera heldur hressari á morgun en í dag... tók vítamín í morgun en ég held að þau virki ekki þetta fljótt...amk ekki þessi gerð.


Helgarbloggið

Þökk sé veðrinu var helgin laus við eitthvern þvæling og þétta skemmtidagskrá.

Ég plataði Jorrit til að renna upp á hálendið á föstudaginn og svo var bara legið í leti og ómennsku, eða næstum.

Ég náði samt að koma húsinu í þokkalegt stand, húsgögnunum var skákað til, kaka bökuð og óvenjulega mikil almenn eldamennska. Enda virðast Magni og Jorrit hafa það sameiginlegt að verða illa saddir af nammi og finnast það vera eitthvað merkilegt að borða kvöldmat! Fyrir mína parta nægir alveg bland í poka fyrir 150 krónur og súkkulaði í matinn á laugardögum.

Annars var bara notalegt að liggja upp í sófa í gær. Skafrenningurinn og snjókoman byrgði sýn úti og ekkert annað við tímann að gera.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband