Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Kæru stubbar...

Nú er enn ein helgin að baki. Helgi nr 5 eða svo taldist okkur til.

Okkur...

Það er nýtt konsept í lífi mínu... amk í þessu samhengi...

Þarf að venjast en ég hef vanist verri hlutum... mun verri. Joyful

En við keyrðum  á Eyrina á laugadaginn; við versluðum, við fórum með Dellu til læknis í Tjarnarlundinn, við borðuðum á Greifanum og við fórum í bíó. Á sunnudeginum fórum við í mat í Hrísateignum og sóttum barnið í pössun.

Sem sagt söguleg helgi.

Annars var búðarferðin ágæt, heimsóknin í Tjarnarlundin of löng vegna alltof skemmtilegra partýfara, pitsan lala (gleymdi vonda peppiróníinu á Greifanum) og "Songs and Lyrics" var fín. Ekki of væmin og myndbandið í byrjun er alveg óborganlegt. Hugh Grant er þó orðinn alveg svakalega krumpinn.

Sunnudagsmaturinn var eins og búast mátti við.

Og þó að það hafi verið ljúft að skíða upp í bólið mitt í gærkvöldi og hafa allt þetta pláss bara fyrir mig þá saknaði ég þess að vera ekki lengur í fleirtölu.

Ætli ég verði ekki að viðurkenna að mér er náð... Tounge


Föðursystir!

Já, mér voru að berast miklar fréttir:

Ég er víst orðin föðursystir! (Fyrir 9 dögum en fréttir berast alveg hæfilega hratt í föðurfjölskyldunni minn)

Ég fór inn á síðu litla frænda míns og miðað við myndirnar á forsíðunni er barnið sláandi líkt í föðurættina. Ég sá bara Magna Stein nýfæddann! Sem sagt afskaplega fagurt barn InLove

Ég segi bara:

Það var mikið, Ásgeir!

Og innilega til hamingju, auðvitað!

Grin


Dugleg!

Jamm, ég er loksins búin að vera dugleg og jafnvel allt að því húsleg!

Kannski er það hin rísandi sól, kannski bara hamingjan yfir því að vera laus við hausverk úr neðra sem lagði mig flata í seinustu viku.

Á fimmtudaginn fórum við Magni á Eyrina og versluðum skíði og með því. Ég verslaði líka náttborð og rúmföt í dyngjuna.

Svo lagðist ég í eymd og vesæld fram á laugadag Sick.

En á sunnudagskvöldið skrúfaði ég náttborðin saman og í gær setti ég nýþvegin rúmfötin á rúmið. Ásamt því að þrífa húsið almennilega.

Svo að í gærkvöldið var herbergið mitt loksins orðið almennilega sætt, eldhúsið alveg yndislega hreint (meira að segja ávextir í skál á matarborðinu), gaukarnir í hreinu búri og þvotturinn samanbrotinn.

Í þessu ástandi sat ég svo og horfði á "Dead Like Me" (algerlega frábærir þættir, þessi Mason umhumhumm Kissing). Skrifaði blogg og tölvupósta. Bloggið fór reyndar fyrir lítið þegar ég (orðin þreytt, ok það reynir á að húsmæðast) vistaði í vitlausa átt; þeas af minnispennanum í tölvuna Gasp, en tölvupóstarnir sluppu.


Engill

Það var spilakvöld í gær. Edda reyndi með sér sem DM og stóð sig með príði.

Menn fóru í rómantíska göngu í fjörunni (og börðu á nokkrum ghouls í leiðinni) á meðan álfar sátu og spiluðu spil og ræddu galdra. Þegar gengið var til náða (og þvílíkur svefnfriður eftir að þaggað var niður í náætunum) og riddaranum dreymdi draum sem fékk hann til að draga alla vini sína á stað í björgunarleiðangur.

Persónurnar náðu að hetjast helling í kjölfarið. Berja á helling af vonduköllum og bjarga einum ráðvilltum og reiðum engli af yngri gerðinni.

Við hin raunverulegu náðum að borða helling af pizzum, drekka kók í lítravís en við stóðum okkur ekki nægilega vel í namminu. Það er ennþá heill haldapoki eftir af allskonar góðgæti á eldhúsbekknum. Það er greinilegt að við verðum að halda annað spilakvöld bráðlega svo birgðirnar spillist ekki Wink


Þorrablót í Mýv

Færslan kemur seinna, hef ekki tíma núna, en það var gaman Smile


Og svo kom sólin út...

Skemmtilegri ísnálamynd: DSC01355


Bættur malli

Ég er núna full bjartsýni á að mallinn sé að ná sér. Þá verður kannski extra orka til að blogga. ég var alla vega dugleg í gær og verð vonandi líka dugleg í dag.

Það er að segja ef ég frýs ekki föst einhvers staðar. Það mældist - 18 °c meðalkuldi á Neslandatanganum í morgun og neðsta gildi var um - 20 °c. *hrollur*


Mallinn minn!!

Það virðist vera að þema ársins 2007 sé innantökur. Alla vega hingað til.

Hrafnkell og Edda byrjuðu árið með ælupest og Valdís hefur verið frekar græn seinustu daga. Ég fór sjálf að finna fyrir gömlum fjanda seinni part sunnudags.

Þá var mallinn á mér greinilega búinn að fá nóg af kökum, nammi, reyktum mat og snakki! Sérstaklega í svona miklu magni. (Eða þá hann saknaði þeirra svona mikið eftir jólin? Ég var nú búin að trappa mig töluvert niður fyrir þrettándann).

Síðan hefur mér verið kalt, óglatt og illt í maganum. Svo er ég máttlaus og ákaflega syfjuð. Og heyri stanslaust garnagaul þegar maginn er að prófa nýja hreyfingu upp á grín. Sick

Helv*& magakrampi!!

Ástandið er þó heldur skárra í dag en það var í gær, held ég. Galdurinn er víst að verða ekki mjög svöng og láta ekki undan lönguninni í mat á borð við rækjusalat á ritzkexi eða ídýfu með saltstöngum (sem virðist á undarlegan hátt fylgja svona magaköstum hjá mér).

En ég hlýt að hressast brátt, þetta er svo leiðinlegt ástand!

 


Breytt barn!!

Við Magni tókum á því í gær! Gamli bartskerinn var tekinn fram og pilturinn sleginn. Undan öllu hárinu kom afskaplega sætur og töffaralegur strákur. Það væri samt ekki úr vegi að renna aftur yfir hausinn á honum eftir nokkra daga. Það eru nokkur hár sem hafa skotið sér undan örlögum sínum. En heilt yfir litið er strákurinn bara allt annar strákur, alveg ægilegt krútt  GrinGallinn við svona framtaksemi var sá að mér fannst ég vera þakin hárum alveg fram að kvöldsturtunni (klæjar meira að segja smá núna við tilhugsunina). Ugh 

Nýja dótið mitt!!

Núna er ég búin að hafa tækifæri til þess að leika mér með nýja dótið mitt í tvo daga. Það verður gaman að vita hvenær síminn hættir að vera skínandi nýtt dót sem gaman er að fikta í og verður að nytjahlut.

En ég skemmti mér alla vega ágætlega núna. Það kemur sniðugt hljóð þegar ég fæ SMS og ennþá sniðugara þegar einhver hringir í mig. Svo endilega hringið og sendið SMS. Ef ég svara ekki þá er ég hugsanlega bara að hlusta á lagið Cool


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband