Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Afmælisgjafablogg

Við Magni ákváðum að afmælisgjafir þessa árs ættu alveg skilið meira enn að hverfa bara í dótahrúguna svo við tókum myndir af þeim. Enda var töluverð vinna lögð í samsetningu þeirra flestra.

Svo njótið í þeirri röð sem gjafirnar voru opnaðar:

Afmælisgjafir 017

 Gjöfin frá Pabba.

 

 

 

 

 

 

 

 

Afmælisgjafir 020

 Gjöfin frá Lijda, mömmu hans Jorrit

 

 

 

 

 

 

 

Afmælisgjafir 005

Gjöfin frá Mömmu og Jorrit

 

 

 

 

 

 

 

Afmælisgjafir 009

 Gjöfin frá Guðmundi afa, Pálu og co

 

 

 

 

 

 

 

Afmælisgjafir 018

Gjöfin frá Eddu, Dodda og Hrafnkeli Myrkva

 

 

 

 

 

 

 

Afmælisgjafir 003

Gjöfin frá Afa og Ömmu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Afmælisgjafir 016

Gjöfin frá Valdísi

 

 

 

 

 

 

 

Eins og sjá má er ákveðið þema áberandi en samt gott að ná svona mörgum mismunandi Lego línum. Magni lego er allavega alveg ferlega ánægður.


Afrek helgarinnar

Núna er þessi sérdeilis fína helgi að baki.Grin

Mér tókst að:

  • Liggja í leti
  • Laga almennilega til í:
    • Stofunni
    • Eldhúsinu
    • Herberginu mínu
    • Geymslunni
  • Versla helling
  • Fara í Bíó
  • Spjalla uber mikið við Jorrit InLove

Magna tókst að:

  • Fá mig til að kaupa nýjan PS-leik. Blush

Við Magni gerðumst nefnilega félagsskítar á laugadaginn (barnið reyndar gegn vilja sínum) og brenndum inn á Eyrina. Ég þurfti nefnilega nauðsynlega þangað og miðað við spá og allt virtist vera skynsamlegt að drífa sig bara. En svo kom rann sunnudagurinn upp bjartur og fagur, auðvitað.GetLost

Ef ég hefði ekki farið þá hefði örugglega verið snjókoma og allt.

En allavega:

Við brenndum inneftir og versluðum og þannig. Hittum á útsölu á tölvuleikjum í Eymundson og komum þaðan út með hinn sögufræga Lemmings. Ég var næstum búin að fjárfesta í Neverwinter Nights 2 en guggnaði á því á seinustu stund. Ég vona eiginlega pínu lítið að Valdís hafi fallið í freisni í gær...Whistling

Svo eftir verslið fórum við til Valdísar. Þar var frekar slæptur og örlítið pirraður (ég meina í alvöru örlítið ekki örlítið mikið, það var ekki urrað á okkur sko) Tryggvi. Við mæðginin og Valdís skildum hann eftir á sófanum og fórum í bíó.

Myndin sem varð fyrir valinu var (auðvitað) Stardust.

Magni hafði upphaflega ekki viljað fara á "svona textaða mynd" en eftir að hafa séð trailerinn ákvað hann að slá til.

Myndin var stórgóð. Alveg hæfilega klikkuð og svolítið ógeðsleg á köflum. Ég hugsaði stundum: "Og barnið er að horfa á þetta!" En Magni virtist taka ævintýra-ofbeldinu með ró og það sem virtist standa uppúr hjá honum var dansatriði skipstjórans.

Það er svolítið langt síðan ég las Stardust. Í minningunni var hún svona lauflétt ævintýri. Heimsmyndin einföld og allt voða bjart og fallegt. Svona þannig lagað. Vondukallarnir voða vondir og góðukallarnir ferlega góðir osfv.

Myndin er, held ég, ekki alveg endursögn af bókinni. En það er sko í fínu lagi því sagan gengur upp og er hvorki of hröð né of hæg. Ekki væmin og persónurnar eru skemmilegar. Sérstaklega gera hinir framliðnu prinsar það gott. En myndin er mun dekkri en mér minnir að bókin hafi verið. Fullt af blóði, í ýmsum litum, morð og misþyrmingar. Ekki fyrir voða viðkvæma.

Miðað við þetta þá er ég ekki viss um að ég myndi leggja í Neverwere...W00t

 

 


Gömul saga og ný

Magni fékk að fara heim með vini sínum eftir skóla í dag. Þetta var þaulskipulögð heimferð. Menn ætluðu sko ekki að lenda í sömu vandræðum og seinast!

Ég var alveg hæfilega dugleg í vinnunni, finnst mér. Kláraði eina skýrslu og byrjaði aðeins á næsta verkefni.

Eða ég hélt að ég hefði klárað skýrsluna. Fékk svo einn feitann tölvupóst sem gekk illa í póstforritið. Þegar það fór á hliðina vildi það ekki opnast aftur svo ég ákvað að gera það sem er alsherjar lausn míkrósoft-notandans; endurræsa gripinn.

Eitthvað var undirbúningur undir endurræsingu undarlegur (og ef út í það farið ýmislegt annað klukkustundirnar á undan) því að allar fíniseringarnar á skýrslunni voru hvergi sjáanlegar. Alltaf jafngaman af því!Pinch

 Hefði eiginlega átt að fara á Eyrina í dag en... æji... langt og svoleiðis.... og svo var það alltaf skýrslan góða!


Sauðfé, ofursyfja og regnbogar

*Snýt*

Jæja, nú er ég heldur að hressast. Verð örugglega orðin fín á morgun ef ég næ þokkalegum svefni í nótt. Ja, svona innan eðlilegra marka. Vikna samt aðeins þegar ég horfi á allt dótið heima hjá mér en það er kannski bara sjálfsvorkun yfir að þurfa að laga til.Wink

Það hefur ekki verið mikið um slíkt seinustu þónokkra daga. Kórónaði allt með því að fara stuttlega í partý á Hvalasafninu, koma heim kl hálf 1 og hringja svo vestur um haf (það hafði verið reynt að hringja í mig á guðlegri tíma en ekki tekist vegna orkuskorts hjá Sony). Fór að sofa kannski kl hálf tvö.

Það voru réttir í Mývó í dag. Í gær var fjárrekstur í gegnum þorpið. Túristarnir flæktust svo fyrir með myndavélarnar sínar að féð komst varla áfram. Smá Twoflower action þar á ferð. Allir að reyna ná mynd af sætum eyjarskeggjum á sætum smáhestunum sínum að reka sæta féð sitt í gegnum sæta bæjinn sinn. fjárrekstur25.08.07 008

Það ringdi líka í sólinni í dag. Svona blaut rigning sagði Íris og ég er sammála henni. Svona rigning með stórum þungum regndropum er bara einhvern vegin blautari en venjulega týpan.

Og það kom regnbogi! Tvöfaldur og afskaplega laglegur.Happy


Þegar kona grætur fyrir tvo...

verður kona svolítið soggi. Crying

Amk er það mín reynsla því að þrátt fyrir allar tilraunir Jorrit til að halda uppi móralnum í Leifstöð áðan var ekki nokkur leið fyrir mig að hemja krókódílatárin.

En alla vega er Hollendingurinn minn á leiðinni í Brandararíkin til að verða hinn fljúgandi.

Ég lagði til í gær að við myndum bara fara niður í bæ og finna einhver hávaxinn útlending og fá hann til að fara í staðinn fyrir Jorrit. Einhvern veginn hélt Jorrit að það væri óráð. Skil varla af hverju.FootinMouth

En ég var bara í afskaplega eigingjörnu skapi í gærkvöldi og morgun.

Ekki það að við héldum upp á aðskilnaðinn með því að fara á Argentínu og eyða 20 þúsund króna gjafabréfinu sem ég vann á árshátíðinni í vetur. Og fjórum þúsundum krónum betur! En þetta var alveg þess virði! Nammi namm! Og eitthvað annað um að hugsa en morgundaginn! Eini gallinn voru miðaldra rússarnir þrír sem nutu kvöldsins með þremur afskaplega myndalegum og ungum stúlkum á borði hinum megin í salnum. Þeir nutu kvöldsins svo afskaplega hátt svo við ákváðum bara að hugsa illa til þeirra og tala á rasískann hátt um rússa. Það hjálpaði helling.Devil

Gistihúsið Sunna stóð líka undir væntingum! Mun þekkilegra en gistiholan í vetur. Og svo græddi ég enn einu sinni á því að hafa Írisi í vinnu. Eins og það sé ekki næg verðlaun að hafa notið starfskrafta hennar í sumar. Það sparaði mér um 3 þús kr að velja Sunnu þar sem Íris vann seinasta vetur. Verð að muna að skila kveðju til hennar á morgun.

Svo þegar ég upptekin við flóðavarnir á leiðinni frá Leifstöð var mér tjáð að ég þekkti konu í fréttunum. Ég hef bara ekki alveg orku í að takast á við það mál núna en örugglega á morgun.

En hafðu ekki áhyggju Álfhildur, það er vandséð hvaða gleðifregnir hefðu haft önnur áhrif. Það dugir nú bara fyrir mig að missa einbeitinguna til að fara leka.

Enda er ég gráta fyrir tvo, það tekur á!


Ætli sé rigning?

Núna þegar sumri er byrjað að halla amk svona ferðamannalega er byrjað að róast andrúmsloftið í gestastofunni. Áðan hafði varla nokkur hræða komið inn síðan fyrir hádegi en svo kom smá rigningarskúr. Og viti menn: allt fylltist af fólki, blautu og ráðvilltu. Á hálftíma seldi ég um 50- 60 póstkort og annað eins af frímerkjum. Svo skein upp á ný og fólkið hvarf eins og dögg fyrir sólu (kannski gufaði það bara upp í alvörunni? Woundering.

Minnir stundum á ísbúðina sem ég vann í einu sinni, nema öfugt.


Vúbbs, þar fór sumarið...

Samkvæmt hefðinni hef ég ekki bloggað stafkrók síðan snemma í júní. En svona er sumarið 2007:

Landvarsla. Nýtt fólk. Ljósmyndarar og fálkar. Klettaklifur (ekki ég nb). 

Hitti tengdó og fór til Norge með henni og syni. Fín ferð og fín tengdó.

Sumafrí í leti og rólegheitum.

Ættarmót með söng og pörtum.

Ís og nammi.

Conway, Suður Karólínu.

Gullkorn sumarsins, sögð við mig í Leirhnjúkshrauni í rigningu og sudda: "You look like you have grown right out of the lava". Sniðugt að vera í felubúningi í vinnunni, svörtu með hvítum merkingum. LoL


Minnir á eitthvað?

Reyndar enginn ofsaakstur í þessu tilfelli eins og munaði mjóu hjá systur vorri.
mbl.is Brunað eftir hraðbraut í hjólastól á 80 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bakarameistarinn

Ég er búin að vera hellings myndaleg og skella í 2 kökur, dúnubrauð og kryddköku.

Þessi dugnaður hefur ekki farið áfallalaust fram í þetta skiptið. Var óvenjulega lík sjálfri mér í dag. Hefði átt að láta dúnubrauðið nægja.

Það var nú ekkert merkilegt að ég skildi brjóta eitt eggið nánast í mél ofan í skálina. Aðeins sérstök lagni mín kom í veg fyrir að kryddkakan yrði óvenju kalkrík í þetta skiptið.

Það var pínulítið áhugaverðara þegar ég ætlaði að bræða smjörið. Ég var rétt náði að taka eftir því að smjörið bráðnaði heldur hægt áður en ég fann skrítna lykt...

Svona lykt af bráðnu plasti og heitum pappír.... Woundering

Hmmm...

Skrítin lykt...

Varð litið á kökubók Hagkaups sem lá á stóru hellunni á eldavélinni (sannast enn og aftur hvað það er miður sniðug staðsetning í eldamennsku)...

Steig reykur upp af bókinni?

Jebb!! W00t

Þegar bókinni var bjargað svona létt steiktri kláraði ég að bræða smjörið í mjólkinni eins og stóð í textanum. Hellti blöndunni út í og hrærði í. Það voru smá kekkir í deginu svo ég náði í sleikju til að skafa degið frá skálinni og lyfti hrærivélarspaðanum upp úr skálinni.

Glöggt fólk getur séð að þarna vantar eitthvað í verkferilinn...

Það fattaði ég líka... mjög fljótt!!

Svona þegar þunnt degið slettist út um allt eldhús út af því að ég gleymdi að SLÖKKVA á vélinni!

Það var nú alveg kominn tími á að þrífa veggina en samt...

Hið ótrúlega er að ég náði að baka fjárans kökuna án þess að brenna hana við!

En hún datt í sundur þegar ég reyndi að ná henni út forminu Wink


Já, endilega!!

Ég sé þetta alveg fyrir mér...á Hallarflötinni kannski? W00t

Það væri kannski ráð fyrir ferðaþjónustumógúla sveitarinnar að bjóða þessum félögum í skoðunarferð?

Og telja þá á að gera frekar myndband...minni hætta á gróðurspjöllum. Police


mbl.is Dimmu Borgir vilja halda tónleika í Dimmuborgum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband