Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Snjór, snjór, snjór
24.10.2006 | 21:44
Jamm, það snjóaði almennilega í dag. Ekki svona smá reitingur sem hefur verið að koma seinustu daga. Nú þarf bara að koma vindur til að hlutirnir verði spennandi. Nei annars, Mývatnssveit er falleg eins og alltaf og ég vona að það komi enginn vindur.
Ég fór og labbaði í Dimmuborgum í dag. Þurfti að taka mynd af prílu. Á leiðinni sá ég músaspor. Það tók mig dálítinn tíma að átta mig á að þetta væru spor eftir stærstu hagamúsartegund heims. Slóðin líktist einna helst að hún væri eftir einfætta rjúpu. Það er nefnilega erfitt að vera mús í 10 cm jafnfallinni mjöll.
Prófum þetta
23.10.2006 | 17:05
Ég er búin velta því mikið fyrir mér að skipta um bloggsíðu. Ætla að sjá hvernig mér og ykkur líkar.
Annars varð ég fyrir þeirri skemmtilegu reynslu að einhver skeggjaður, riðvaxinn maður pissaði fyrir framan gluggann hjá mér áðan. Ég meina: ég er kannski desperat en ekki svona desperat! Vil nú fá að segja til hvort ég vilji fá að sjá lillann á mönnum áður en þeir kippa honum út fyrir framan mig. Og þó þeir séu hinum megin við rúðuna. Ég veit líka að það er stundum vandamál meða að komast á klóið hér í sveit en það voru nú 3 laus hjá mér akkúrat þegar þetta skeði.
Villimaður!!