Aðeins of mikið frumkvæði
19.9.2007 | 22:12
Sonur minn hringdi í mig í dag. Það skeður ekki oft og hann þurfti endilega að gera það á þegar ég var í miðjum fyrirlestri um menn og náttúru Mývatns.
Ég þorði ekki annað en að svara og spurja skjálfandi röddu hvort nokkuð væri að. Bjóst alveg eins við táraflóði en hann bar sig ágætlega og sagðist alveg geta beðið aðeins.
Ég kláraði fyrirlesturinn aðeins stressuð en stökk á símann um leið og fólkið var horfið úr dyrunum.
Og hvað var erindið?
Jú, Magni og vinur hans höfðu verið að skipuleggja félagslíf sitt. Gleymdu bara að láta alla vita. Þannig nú var vinurinn í heimsókn og enginn fullorðinn að fylgjast með þeim félögum.
Sem betur fer hafði vinurinn látið sína forráðamenn vita að hann hugðist ekki koma heim til sín eftir skóla, og hvert mætti sækja hann þegar þau söknuðu hans.
Ég veit, ég veit, bölvað vesen þessir foreldrar sem þurfa alltaf að vita allt!!
Ég lokaði sjoppunni í nokkrar mínútur og brá mér aðeins heim. Þeir voru svona frekar niðurlútir drengirnir.
Við Magni ræddum málið aðeins í kvöld og urðum sammála um að það væri best að mamma væri höfð með í ráðum næst. Og það hafi verið gaman að fá vininn í heimsókn þrátt fyrir allt.
Athugasemdir
Hehe, vid Sigga gerdum tetta einhverntíman í fyrsta bekk (aka. 2. bekk), sannfærdum Rúnar ad vid hefdum fengid leyfi og allt.
Ég er viss um ad frændi minn lærir af tessu einsog ég gerdi á sínum tíma
Edda Rós (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 08:02
Jamm, þetta er partur af því að alast upp í sveit. Bara hollt og pedagógíst uppbyggjandi, svona eins og festa tunguna á frostnu járni. Maður læri nú mikið og fljótt af því! Það er nú ekki eins og móðir hans hafi alltaf látið vita af sínum ferðum
Elva Guðmundsdóttir, 20.9.2007 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.