Ný sýn
6.11.2007 | 18:16
Brunaði á Eyrina í dag. Tvennt var á dagskránni; Sitja fjarfund þar sem tilkynnt væri ný og betri UST (eða það skulum við vona) og, þar sem ég þurfti að fara á fundinn, að fara og láta mæla sjónina.
Fundurinn var snöggur og má líklegast nálgast kynna sér innhald hans á vef Stofnuninnar á morgun svo ég ætla ekki að ræða meir um hann.
Nema að það var gaman að virða fyrir sér norðaustur stöðvar UST og ég verð að viðurkenna að ég renndi öfundaraugum til aðstöðunnar.
Sjónmælingin leiddi í ljós að það sem ég viss nú alveg; ég sé svona svipað og snoðrotta í hádegissól. Tölurnar sem komu út úr mælingunni hefðu alveg getað verið hita (kulda) tölur á tærum og fallegum janúardegi hér í sveit. Eða svona nánast.
Ég gerðist líka svo djörf að panta mér gleraugu og linsur. Þar sem ég er svo sérstök (blind og rangeygð) þá fæ ég linsur á sama tíma og gleraugun (svona u.þ.b.) eða eftir um 2 vikur. Ég man nú þá gömlu góðu daga þegar svona nokkuð tók 4-6 vikur svo þetta er barasta xpress.
Sem sagt merkilegur dagur í meira lagi.
Ps. NWN2 gengur eins og smurður í Blánni. Gellan mín hún Yasmin Salander (nafngift: Magni Steinn), Aasimar paladín er núna komin á 2 level (sem gerir í raun 3 level með +1 lev. adj) og er ægileg hetja! Árans vesen er þetta með vinnuna, barnið, kærastan og svefn
Athugasemdir
hmm, litla snoðrottan mín, kannski er um að gera að hætta vinnuna, flytja til kærastans og láta honum sjá um barnið; þá er bara svefni eftir...
;)
Jorrit (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.