Kaupmannahöfn

Núna er kona komin heim og meira að segja búin að taka upp úr töskunum!

Við Magni brugðum okkur rétt aðeins til Kaupmannahafnar í seinustu viku og komum svo aftur í gærkvöldi.

Þetta var svona skotferð, ekki mikið legið í leti en margt afrekað.

Við fórum td bæði í Tivólí og dýragarðinn.

Skemmtilegast í Tívólíinu var víst þegar drekinn hnerraði á Magna og Eddu.

Flottasta dýrið í dýragarðinum var förustafurinn (stick insect) og tarantúlan sem tveir starfsmenn voru að sýna börnum í einu gróðurhúsana.

Eða það fannst Magna.

Mér fannst merkilegast að sjá umskifti simpansana og lætin í flóðhestunum.

Svo var verslað. En ólíkt öðrum verslunarferðum okkar mæðgina þá fór mesti tíminn í að skoða dótabúðir. Þannig er að nú líður að afmæli og jólum svo að auðvitað er gráupplagt að byrgja sig upp af pinklum. Þvílíkt sem barnið græddi á ferðinni!

Við fengum gott að borða og æfðum okkur í dönsku og hrafnkelsku.

Þegar til Íslands var komið fengum við óvænt far í höfuðstaðinn með Gísla og Áslaugu en hún var að koma frá París. Svo hittum við pabba hans Magna og fóru þeir í enn eina dótabúðina og versluðu afmælisgjöf fyrir Magna.

Eftir að smá pitsuát var okkur skutlað á völlinn en þar hittum við XXX manninn og afhentum honum XXX gjöf í afskaplega frumlegum og umfram allt ekta umbúðum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk kærlega fyrir mig! Gjöfin á eftir að koma að góðum notum ;) ho ho ho ho ho!

Tryggvi XXX Jónsson (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 18:48

2 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Úbs, nákvæmlega það sem ég óttaðist

Elva Guðmundsdóttir, 20.11.2007 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband