Suðurferð
9.11.2006 | 13:25
Núna þegar veðrið er að gíra sig upp í almennilegt rok erum við mægðinin á leið suður á boginn. Ég á víst að vera stödd í Hafnarborg kl 8:30 á morgun og Magni ætlar að vesenast eitthvað með hinu foreldrinu þessa helgina.
Það verður ágætt að skoða sig aðeins um í Borg Bleytunnar. Rifja upp áttirnar í Kringlunni og Smáralind og kíkja aðeins í hræðilegustu verslun norðan Alpafjalla, IKEA.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
og síðan þú lagðir land undir fót (þeas ef þú komst suður) segir veðurkarlinn að eigi að vera rok eins langt og veðurspáin nær, hvenær stefnir þú að heimferð?
Álfhildur (IP-tala skráð) 10.11.2006 kl. 20:30
Er komin heim en get ekki séð að veðrið hafi batnað. Sést ekki á milli húsa hjá mér núna
Elva Guðmundsdóttir, 13.11.2006 kl. 11:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.