Ýmsar breytingar

Í tilefni af öllu hef ég breytt útliti og nafni bloggsins. Ég hef líka sett inn heimilisfangið okkar í upplýsingum um höfund, svona svo fólk þurfi ekki að stressa sig yfir því að týna því svona ef einhverjum langar til að senda póstkort eða eitthvað.Wink

017Seinustu dagar hafa verið rólegir. Fyrsti dagurinn var alveg suddalega heitur, 30 og eitthvað gráður og agalega rakt eftir þrumuveðrið daginn áður. Svo hefur veðrið verið þokkalega bærilegt fyrir okkur ísfólkið. Sem betur fer er sundlaug rétt hjá húsinu okkar og höfum við Magni verið dugleg að nýta okkur það. Vel smurð af sólarvörn höfum við sullast og synt til að kæla okkur niður. Jorrit fór með okkur í dag en þá fór að rigna. Ég veit ekki hvort þetta tvennt tengist en hvað veit maður.

Það er búið að keyra (maður þrammar ekki neitt hér heldur keyrir) í Walmart og græddi Magni sandala og töffaraleg sólgleraugu. En í staðinn dó hann næstum úr valkvíða þegar kom að því að velja morgunkornið. Ég meina: heill Smáralindar-Hagkaupsgangur af morgunkorni! Hvernig er hægt að leggja þetta á börn! En hann valdi Fruit Loops sem kom svo í ljós að bragðast alveg eins og Trix sem við systur fengum á sértökum últra tyllidögum í gamla daga.  Einnig kom í ljós að Magna finnst ávaxta-sykur bragð ekkert sérstakt svo það er bara mamman sem borðar dýrindin með lokuð augun og í nostralgíu-kasti.

Ég fékk rauðan kjól og sólhatt...

Jorrit er búinn að vera duglegur að fljúga sem er bara fínt. Þá get ég laumast til að húsmæðast aðeins því að hann er miklu eðlisduglegri en ég þegar kemur að húsverkum. Ég vona bara að hann verði ekki orðinn alveg ónýtur þegar ég get loksins farið að vinna aftur.

Annars erum við Magni búin að skoða allskonar pöddur sem búa hérna og á mánudaginn sýndi Jorrit okkur hreiður með nokkrum ungum. Foreldrarnir eru Suður Karólínsk útgáfa af þresti og höfðu komið hreiðrinu fyrir í kassa með afgangsolíubrúsa. Mjög hugað en fínt í sumarhitanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið ógeðslega langar mig til að heimsækja ykkur. Ég hafði fyrir því í gær að opna atlasinn og actually athuga hvar þið væruð í heiminum! Sá að þið eruð ekkert svo langt frá Cape Fear og einnig (á atlas mælikvarða) nánast á slóðum Scarlett O'Hara og félaga (gone with the wind). Hrafnkell væri líka alveg til í að koma í sund með ykkur (það er mikill skortur á útisundlaugum hér í landi) :-)

Edda Rós (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 12:05

2 identicon

*öfund* Já, ég held að ég bíði með að senda póstinn til ykkar þangað til ma&pa koma aftur heim, ef þau koma aftur einhverntíman. Ég samt opna póst til þín sem gæti hugsanlega verið mikilvægur (sbr. pósts bréfið um daginn og svo bréf frá sýsló (ökuskýrtenið þitt)).

Ég var hinsvegar að koma af sjó, fór tvær ferðir með Knerrinum í dag og það gekk bara nokkuð vel, hefði mátt segja meira en við fundum svo afskaplega lítið. Ég fékk samt eina litla vodkaflösku frá rússakonu í þakklætisskyni í seinni ferðinni :D

Ragna (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 17:03

3 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Takk Ragna, já láttu gamla settið sjá um þetta.

Við værum alveg til í að hafa ykkur með okkur í sundi. Magni er svona frekar leiður á okkur gamla liðinu. Það eru engir krakkar hérna heldur bara fullt af svona rúmlega 20 ára norðmönnum. Svona sims fílingur svolítið: allir eru sama týpan, bara mismunandi hár og föt

Til Jóu og Co: Takk fyrir skilaboðin. Ég viss um að Magni væri alveg til í að hitta Viktor smá. Lego er bara ekki það sama... 

Elva Guðmundsdóttir, 5.7.2008 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband