4. júlí og heilsan

Það var þjóðhátíðardagur í gær. Jorrit spurði lokal flugkennarann hvaða skemmtilegu viðburði væri nú að sjá á svæðinu. Hann yppti öxlum og sagði að það væri jú einhver bátasigling einhverstaðar og svo flugeldasýningar um kvöldið. Ekkert voða upprifinn. Og ég hélt að allir BNA búar væru móðursýkislega uppteknir af föðurlandsást og hvernær er betra að sýna hana nema á 4ða júlí?

Nújæja, ein enn sönnunin á að þetta er bara venjulegt fólk.

Svo í staðinn fyrir að samgleðjast heimamönnum í skrúðgöngu héldum við upp á daginn í Ameríkasta fyrirbæri í heimi: Mollinu!

Conway 011Þar skoðaði ég föt, Jorrit leitaði af kennslutækjum (flugvél) og Magni reyndi að draga okkur að öllum skemmtitækjum á staðnum. Hann hafði svolítið erindi sem erfiði því að við splæstum 6 mínútum í teyju/trambolín hoppirólu. Það fannst gaurnum ágætt og ekki var verra þegar ókunnugt fólk klappaði fyrir honum er hann náði að fara kollhnís í loftinu.

Flugvélin fannst ekki í Mollinu svo að við keyrðum í Toys'r'us (flugvél og lego fannst þar) og svo aftur til baka í bíó. Við fórum á WALL E. Ég mæli með henni, fyndin mynd, vel gerð og með ágætum boðskap. Það voru auglýsingar í svona hálftíma á undan myndinni. Meðal annars var auglýst "Journey to the Center of the Earth" og þegar móbergstapinn og mosinn kom í ljós hlýnaði mér um hjartaræturnar. Önnur mynd sem er skylda fyrir mann að sjá.

Verð bara að muna að taka með mér úlpuna því að það er ekki smá sem opinberar byggingar eru loftkældar hérna. Það var sko ekki gráðu heitara en 18 gráður í bíóinu sem er ekki notalegt þegar það eru um 32 úti! Þetta er eins og allt væri kynnt heima upp í svona 30 gráður, of mikið af því góða. 

Í dag vökunuðum við hjónin með þetta fína kvef. Magni hefur verið að hósta seinustu daga, Jorrit hefur kvartað yfir hálsbólgu síðan í fyrradag og ég fann fyrir smá pirringi í gær. Svo núna er það bara atjú og hnerr. Magni er reyndar mun hressari en við og Jorrit er hreinlega veikur (meira að segja hann viðurkennir það). Ég er svona mitt á milli.

Conway 013En við fórum samt og lágum við sundlaugina í dag.  Magni fann 19 sent og eina engisprettu í lauginni. Það var rúmlega 30 stig og skýin hrönnuðust upp og endaði allt með þrumum og látum. Við vorum komin inn þá.

Eftir á að hyggja var það kannski ekki sniðugt því að heilsan batnaði ekki neitt við sullið. En það var samt notalegt. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband