Lífið í Lendingaríbúðum
15.7.2008 | 02:49
Við Magni erum óðum að aðlagast loftlaginu hér um slóðir. Hin daglegar sundferð hefur gert það að verkum að við erum orðin frekar brún þrátt fyrir þvílíkt magn af sólarvörn.
Veðurlag hér um slóðir er svolítið annað en heima. Ég er td viss um að Suður Karólínubúar tali ekki mikið um veðrið. Hvað er um að tala? Það er alltaf eins! Heitt og rakt, heitt, rakt og sól, og svo þrumuveður. Þrumuveðrið er samt frekar kúl fyrirbæri (innan dyra nb) og því fylgir almennileg rigning. "Eins og sturtað úr fötu" fær nýja merkingu í mínum huga. Og svo verða froskarnir svo ánægðir á eftir. Þeir syngja fagurlega úti núna.
Ég er búin að hafa það af að vera stungin af moskítóflugu. Ég held að við Magni höfum vakið hana af værum dagssvefni og hún ákvað að nýta tækifærið. Þar sem ég uppgötvaði kvikindið á öxlinni of seint fylgdumst við mæðginin með því þegar hún belgdi sig út. Því miður náði ég henni ekki þegar hún flaug á braut en ég hef náð nokkrum síðan. Fann ekki neitt til en er núna með rauðan blett á öxlinni.
Við fórum í skemmtiferð á laugadagskvöldið. Kíktum á Broadway on the Beach í Myrtle Beach. Þar keyptum við okkur inn í sædýrasafn Ripley's Magna til mikillar ánægju.
Okkur reyndar líka því að safnið var ágætt. Góð sýning um sjóræningja og afskaplega flott göng undir aðal fisktankinn. Þar svömluðu hákallar af ýmsum gerðum og flullt af öðrum fiskum. Svo var hellings stórt ker með skötum og þar var staður sem sköturnar gátu synt um grynningar og leyft gestum að koma við sig. Magni datt næstum út í við að reyna en það hafðist að lokum. Núna á hann bol til sönnunnar! Á einum stað var líka ker með skeifukröbbum sem mátti taka upp og skoða. Við kerið var starfsmaður sem fylgdist með gestum og fræddi um þessi stórmerkilegu dýr. Reyndar sá maður mikið af svoleiðis starfsfólki á vappi sem mér finnst vera gæðastimpill á svona söfnum.
Svo þegar við komum út löbbuðum við aðeins eftir göngugötunni. Þar er hellingur af litlum búðum sem okkur fullorðna fólkinu fannst áhugavert að skoða en Magni var ekki alveg eins hrifinn. Til dæmis fundum við sólgleraugnabúð með Ray Ban og Oakley. Jorrit sýndi mér afhverju hann á ekki Aviator gleraugu og ég asnaðist til að prófa græn Oakley gleraugu. Þau voru alveg æðisleg! Líka þessi brúnu sem ég prófaði á eftir. En verðmiðarnir sögðu 90$ og 170$ og ég var rétt búin að ræða um hvað skeður venjulega fyrir dýru sólgleraugun sem ég eignast. Múm, mig langar í...
Svo fórum við inn í afgötu þar sem seldir voru áfengir drykkir úti, spiluð há tónlist og lyktaði af ilmvatni og sígarettum. Það var líka heitt og rakt, eins og venjulega. Ég fann bara fyllíris-rofann smella. Smá skrítið með barnið við hliðina á sér. Barnið var reyndar orðið frekar þyrst og þurfti á klósettið svo við fundum svona gammeldags "diner" og fengum okkur shake. Nammi! Þetta var sko ekta, með kirsuberi efst. En vatnið sem fylgdi var úr krananum og það tók aðeins á að skella því í sig.
Þessi staður minnti mig á staðinn sem Monica þurfti að vinna á einhver tímann snemma í Vina serínum. Þjónustustúlkunar voru reynda bara í eðlilegum gamaldags búningum en viti menn! Þegar eitt lagið byrjaði (man ekki hvaða lag en það var held ég með The Surpremes) stukku þær út á gólf og dönsuðu. Ekki vel æft og þær aðeins vandræðalegar en samt... Skemmtilegur staður með góðum shake.
Athugasemdir
oj! Það er sko rigning hérna og öllum hvalaskoðunarferðum hefur verið frestað í dag :( og skíta kalt... ég mundi frekar vilja hitann og rakann hjá þér!
Ragna (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 10:22
Veðrið er bara la la hérna. Við gamli skruppum á Austurlandið og tjölduðum á Egilsstöðum í tvo sólahringa. Svolítið skrítið að vera bara tvö í fellihýsi. Það vantar alltaf hlunkinn enda var hann alltaf svona eins og "staðalbúnaður" í svona ferðalögum. Það verður bara skemmtilegra þegar við komum í heimsókn, hvenær sem það verður. Knúsaðu nú kallinn frá ömmu og afa.
mamma (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 15:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.