Lesa leiðbeiningarnar!

Það eru góðar fréttir og það eru slæmar fréttir.

Góðu fréttirnar eru þær að sjúkratryggingin okkar Magna er komin í gegn.Smile

Vondu fréttirnar eru þær að ég er með ofnæmiskast!Frown

Ég á bara svo erfitt með að venjast því að vera svona ofnæmiskeis. Að ég eigi að prófa nýjar snyrtivörur á lítt áberandi stöðum (td olbogabótinni) áður en ég nota þær á áberandi stöðum (td á ANDLITIÐ).

Ég held að ég geri slíkt framvegis.

Ég notaði afskaplega þægilegt andlitvax í fyrradag til að létta á efri vörinni. Agalega sniðugt, þarf ekki einu sinni svona efnisstymla eins og með Veet vaxið. Pínu sárt en virkaði vel.

Í gær vaknaði ég smá útbrot á vinsta augnlokinu og með pínu rauða efri vör. Ekkert óeðlilegt miðað við misþyrmingarnar kvöldið áður, þeas roðinn ekki útbrotin. Tók þessu nú létt, sleppti þó sundferð. En í morgun... jesús og allt hans slekti! Þvílík útbrot og bólga á efrivörinni, í kringum augað og kunnuglegur kláði á eyrunum. Þegar mér byrjaði að klæja undan giftingahringnum og við fundum útbrot á vinstri öklanum var brennt í Wal-mart. Þar benti indæll lyfjafræðingur  mér á 2 gerðir af ofnæmislyfjum, eina veika (svo hægt sé að keyra) og eina sterka (sem slær mann út). Við keyptum báðar takk fyrir. Þessa sterku fyrir núna og hina til að eiga.

Ég skellti  einni pillu í mig á bílastæðinu og það passaði fínt, þegar við vorum komin heim var bara alveg passlegt að skríða upp í rúm. Og þar er ég búin að vera síðan. Hrjóthrjót.

En núna er ég eldhress (1 1/2 tími í næstu inntöku) og sit ein frammi á meðan kallarnir sofa. Ég held, og vona, að ástandið sé að batna. Það er svo dýrt að fara til læknis, þrátt fyrir trygginguna, og ég er ekki viss um að hann gæti gert eitthvað. En ég ætla að vera forsjál í þetta skiptið og eiga innhaldslýsinguna af vaxinu. Og næst ætla ég að gera prufu!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi ertu að verða góð. Er að fara að ná í myndirnar í hádeginu þá eiga þær að vera tilbúnar í myndaalbúmi. Við sáum þær í gær en þá átti hann eftir að klippa þær og ganga endanlega frá þeim. Það er aðeins hægt að segja eitt um þær: ÞÆR ERU FLOTTAR!!!! Það þurfti að fixa allar til en þær eru svo flottar að þær eru biðarinnar virði.

mamma (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 10:08

2 identicon

en sko, þú settir þetta á efri vörina og fékst samt útbrot á öklann, þannig að ef þú setur þetta í olbogabótina þá gæti þetta alveg eins komið framan í þig, er það ekki?

Ragna (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 13:03

3 identicon

Ragna! Það eru tvö k í ökklann. (Þú settir út á stafsetningu hjá karli föður þínum um daginn).

Elva, myndamappan er komin í hús. Sendi hana eftir helgi (ætla að leyfa Eddu að sjá myndirnar).

mamma (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 14:09

4 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Já Álfhildur, þetta var rétt hjá þér.

Gott að vita þetta með myndirnar.

Ég er núna...öðruvísi. Held samt að þetta sé að koma. Klæjar alveg óguðlega en feitt krem (án ilmefna) og ibofen hjálpar. Lít samt út eins og skrímsl. Jorrit getur ekki einu sinni haft það í sér að segja að ég sé samt sæt. Núna er það bara "Æji greyið".

Elva Guðmundsdóttir, 17.7.2008 kl. 16:12

5 identicon

en en.... Elva skrifaði líka öklann með einu kái :( og Edda skrifaði mig hlakkar til í sínu bloggi...

Ragna (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 20:04

6 identicon

Hvernig er heilsan í dag?

mamma (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 11:19

7 identicon

@ Ragna: ROFL ég má skrifa ökkla eins og mér sýnist . ökla, ökkla, ökkkla, það er allt eins fyrir mig. hehe. Það borgar sig að vera útlendingur. Swona smau stava witlur hér og tar er ekkert vierir mig. En það er allt að lagast með Magni að leitrétta mig svona við og við, allavega í talandi tungumál. En stundum er það hins vegar, t.d. þegar Magni ruglar fætur og fótur.

@ Bobba: stelpu greyið er að lagast. Hún er samt ekki orðin sæt enþá, en lyfjan virðist að vera að ná takt á þessu.

Jorrit (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 14:25

8 identicon

Sæl Elva

Leiðinlegt þetta ofnæmi alltaf hreint - ég kannast svo vel við það

Annars er ég að kommenta því ég hef verið að leita að tölvupóstfanginu þínu en finn það ekki - ég ætlaði að athuga hvort þú gætir gefið mér meðmæli og spyrja hvort ég mætti benda á þig sem meðmælanda?

Netfangið mitt er irisomars@gmail.com, endilega vertu í bandi.

Kveðja, Íris

Íris fyrrverandi landvarða (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband