Allt að koma

Eftir að hafa sofið lungan úr seinustu viku er mín að koma til.

Það er nú meira hvað ég var sæt, rauð, upphleypt og bólgin!

Núna er skinnið eins og aðeins of lítið en útbrotin eru horfin.

Jorrit og Magni tóku þyrnirósarsvefni mínum með þolinmæði. En í gær vélaði Jorrit okkur Magna í búðarferð.

Við fórum í Tangers sem er svona Outlet-staður með alveg helling af búðum. Það er eitt svona Tangers á milli Conway og Myrtle Beach en Jorrit ákvað að fara í hitt sem er í North Myrtle Beach. Svo hann fann það í gagnagrunninum í Mio (sem er nýja GPS græjan okkar, Mio talar með ástralskri kvenröddu sem er snilld. Við erum ekki búin að skýra græjuna ennþá) og off we went...

Við komumst á staðinn á endanum en ekki fyrr en Mio hafði reynt að leiða okkur eftir göngustíg við ánna sem rennur framhjá Conway. Áhugvert en við erum viss um að við ættum að vera á bílabrúnni beint fyrir OFAN göngustíginn. Svo lentum við í smá veseni  þegar rigning í öðruveldi skall á okkur á hraðbrautinni. Alveg snilld að sjá ekki út úr augum vegna rigningar og vera á 55 mílna hraða í þungri umferð!

En búðarröltið var ágætt. Það var ekki ein einasta flík keypt en töluvert að bókum og bökunarvörum. Fundum nefnilega búð sem heitir Harry and David sem er alveg agalega skemmtileg. Allskonar gúmmilaði og sniðugt dót. NammNamm.

Pitsa dagsins var snædd í matarkjarnanum og kvöldmaturinn var Ben and Jerrys ís. Meira namm.

Kannski hefði ég keypt eitthvað að fötum ef ég hefði verið í meira stuði en í gær var ég ekki alveg í skapi fyrir að skoða mig í speglum. Og svo voru búðirnar mest með íþróttaföt eða barnaföt. Edda, vantar stubbinn eitthvað? Wink

Eftir búðarferðina fórum við á bíó. Á Journey to the Center of the Earth auðvitað.

Svona meðal ræma. Ekki fyrir fólk sem þolir ekki mótsagnir eða ónákvæmni! Það var samt gaman að sjá smá mosa og hraun. Og mikið hlógum við yfir framburðinum á íslensku staðarnöfnunum amk mun meira en hitt fólkið í bíóinu.

Og það voru risaeðla og ljótir fiskar og salíbunur niður hitt og þetta. Það gerði unga manninn ánægðan.

Dagurinn í dag hefur farið í að þvo þvott og svoleiðis. Jorrit gerði ammrískar pönnukökur með nýju deig könnunni sem hann keypti í H og D í gær. Þær voru afskaplega góðar og ekkert subb.

Og hann fann frosk á svölunum. Við tókum auðvitað myndir af greyinu þangað til að hann flúði. Ég gúglaði hann og wikipedíaði og fann út að hann væri svona grænn trjáfroskur. Er hann ekki sætur?Conway 006


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi froskur er mest sætur!

Valdís (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 23:29

2 identicon

Álfhildur, gleymdi Jóhanna kápu í Ráðleysu þegar þið komuð í heimsókn um dsginn?

mamma (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 18:15

3 identicon

Hmmm... Vantar Hrafnkel eitthvað? Það er auðveldara að segja hvað hann á greyið. Við eigum reyndar eftir að fara í gegnum dótið ykkar og sjá hvað er til notaf af Magna Stein annars er barnið nánast fatalaus. Hann notar föt nr 98 og skó nr 24. Pollagalli væri td alveg vel þegin (samt helst ekki svona ofsalega víður einsog þeir eru sumir, barnið er alveg í grennri kanntinum).
Annars já er barnið nánast fatalaust, hann tók sig nefnilega til um daginn og stækkaði helling (og er held ég enn að) eftir að hafa staðið í stað í þónokkurn tíma)

Edda Rós (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 15:39

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Bestu úr blíðunni fyrir norðan

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 25.7.2008 kl. 16:32

5 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Já, takk fyrir Ingólfur. Ég verð að viðurkenna að ég hugsaði heim í gær þegar ég sá hitatölurnar. 20+ gráður heima eru svo miklu notalegri en rakinn hér. Annars var frekar svalt hérna í gær og allt nýþvegið eftir þrumuveðrið um nóttina, svona nánast Þingeyst

Elva Guðmundsdóttir, 25.7.2008 kl. 22:58

6 identicon

Veistu hvað? Það kom hópur af háhyrningum í flóann um daginn og nældu sér í eina hrefnu á meðan tveir bátar fullir af túristum fylgdist með!

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/07/24/hrefna_bardist_fyrir_lifi_sinu_vid_hop_hahyrninga/  

Ragna (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 10:21

7 identicon

Nú er svo heitt vel yfir 20 gráður. Búin að senda pakkann af stað. Hann fór á föstudaginn.

mamma (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 11:57

8 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Ragna, já ég var búin að sjá. Það er greinilega ekki af ástæðulausu sem hinir hvalirnir forða sér alltaf þegar háhyrningarnir mæta í heimsókn!

 Mamma: Gott að vita, bæði af sendingunni og verðrinu

Elva Guðmundsdóttir, 29.7.2008 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband