Ja, hvað á ég að segja?
6.9.2008 | 14:24
Hanna renndi framhjá í nótt.
Við bjuggumst við hinu versta. Færðum rúmið hans Magna frá gluggum og vorum þess albúin að færa okkur á öruggari stað í húsinu ef vindurinn yrði óhuggulegur.
Það ringdi nú töluvert. 7-8 tommur miðað við lokal-blaðið sem er dágóður partur af ársúrkomu heima. Myndin sýnir Lake NAIA sem myndast stundum við flugvöllinn en yfirleitt ekki svona glæsilega.
En vindurinn... Jorrit sagði í morgun að hann hefði verið svona svipaður og á góðum sumardegi á Hveravöllum.
We are not impressed!
Þá er bara að brenna niður til Flórída og heilsa upp á Ike þegar hann brunar í land eftir helgi!
Ég held nú án gríns að það blási aðeins meira frá honum.
Og:
Til hamingju með afmælið Hrafnkell Myrkvi!!!
Hanna komin til Bandaríkjanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eru flugprófsmálið að leysast? Er eitthvað að frétta?
mamma (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 16:19
jamm við erum í hampton, VA og ég er sko enn þá að bíða eftir þessu svaka óviðri...einhver vindur og smá rigning hér....er eiginlega hundfúl :)
Þóra (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 18:02
LOL, Þóra. Já, við vorum aðeins skúffuð, svona eru við vernduð ;)
Mamma: Jorrit er núna á fundi með hinum flugnemunum, norsku kennurum og norska yfirflugkennaranum. Hann er búinn að finna vél niðri í Savannah en það er ekki víst að það gangi. Við vitum meira í kvöld.
Elva Guðmundsdóttir, 6.9.2008 kl. 18:08
Er eitthvað að frétta? Er Magni búinn að skoða tölvupóstinn sinn?
mamma (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.