Bæjarferð Elvu

Sá fáheyrði atburður varð í dag að frúin fór alein og sjálf í bæjarferð á bílnum.

Ég held að Jorrit sleppi mér ekki aftur út á næstunni... amk ekki með kort á mér...

Leiðin lá til tannlæknis, svo í bókabúð, leikfangabúð og svo í verslunarmiðstöð. Nokkur hundruð dollara fátækari kom ég svo heim.

Mest fór þó í tannlækninn sem setti þessa fínu akríl krónu á vesenistönnina mína. Svo á að setja alveg rándýra postulíns krónu seinna.

Það er eins gott að tönnin verði til friðs héðan í frá!

Hún hefur kostað mig andvirði ansi myndalegs flatskjá, sem ég væri mun frekar til í að eiga.

Hins vegar er það ekkert sérstaklega gaman að horfa á sjónvarpið með tannpínu dauðans.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þetta nú hljóma eins og þetta hafi mest verið eyðsla í tannlækni :),

Álfhildur (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 16:22

2 Smámynd: Elísabet Sigmarsdóttir

Ég skil þig mjög vel, ég á mjög erfitt með að fara til tannlæknis og sé eftir hverri  krónu sem fer í hann ég tala nú ekki um þegar skoðun með myndatöku kostar 10. 000 kr. þetta er mismunandi eftir læknum . Ætla annað næst , hætti við þessa skoðun.

Myndi líka vilja flatskjáinn.

Elísabet Sigmarsdóttir, 20.12.2008 kl. 20:19

3 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Já, Elísabet, þetta kostar. Gallinn er hérna að tannlæknirinn vill gera hluti sem maður er ekki viss um að tannlæknirinn heima myndi gera. Þeir nota aðrar aðferði heima og eru með aðrar áherslur. 

En upphæðirnar fyrir aðgerðirnar eru svipaðar. Td kostaði rótarfyllingin um 900 dali en rótarfylling sem ég fór í fyrir ári á Akureyri var í heildina með öllu um 100 þús.

10 þús í skoðun er nú frekar stíft finnst mér en verðlagið hefur nú breyst seinustu mánuði heima.

Elva Guðmundsdóttir, 20.12.2008 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband