Fullorðins jól

Magni og Einhvern tíma hlaut að koma að því! Ég, unglingurinn, væri ekki í sama húsi og móðir mín um jólin!

Flórída var eins nálægt því að vera jólaleg og hægt var í gær. 20 stiga hiti og rigning. Bara eins og í Reykjavík, nema hlýrra, sagði Jorrit.

Við hjónin fóru í innkaupleiðangur til að uppgötva jólageðveikina. Það tókst!

Byrjuðum í Whole Foods þar sem Jóla"tréð"* var keypt ásamt ýmsu öðru sniðugu.

Þegar við gengum í bílinn sáum við eina sönnun þess að sumt fólk verður ekki vitrara með aldrinum, bara eldra. Þar var einn bíll að bakka út úr stæði. Fyrir aftan beið æfaforn kall í bílfleka eftir stæðinu. Bíllinn hans náði næstum út að horni á bílastæðinu. Þar fyrir aftan en á götunni hafði annar þúsundára stoppað á fleyinu sínu, algerlega ákveðinn að hann ætlaði þarna inn á bílastæðið en hvergi annar staðar! Flautaði og reifst út um bílgluggann tefjandi umferð á alla kanta. Svo bættist þriðji öldungurinn við en hann virtist vera starfsmaður á svæðinu. Hann spurði þrjóskugemsann hvað væri í gangi. Honum tókst greinilega ekki að hemja gaurinn því að lætin endurómuðu ennþá þegar við vorum komin út í bíl.

Svo var haldið í Wal-Mart. Bara biðin í röðinni var örugglega hálftími en það hafðist að kaupa alla helstu hluti.

Magni var á póstvaktinni á meðan þessi gekk. Við bjuggumst við 3mur pökkum. Þegar við komum heim hafði pósturinn komið og farið en ekki viljað láta barnið fá pakkana. Póstbíllinn var ennþá í hverfinu svo að Jorrit gat náð honum á spretti. Skemmtilega jólalegt eitthvað.

Eftir nokkur ánægjuleg skype símtöl elduðum við alveg fínan jólamat. Skinku með hamborgarhryggshjúp og  meðlæti. Okkur hafði tekist að finna einhverskonar malt og fanta þannig að Magni gat lapið ágætis malt og appelsín-bland á meðan við fengum okkur rauðvín (vantaði í sósuna svo það var alveg eins gott að bæta því á borðið líka).

Svo kom að pökkunum og ég verð bara að lýsa ánægju og þökkum fyrir okkur!

Núna í dag höfum við gert sem minnst, eins og jólahefðir segja til um. Kannski nennum við að hreyfa okkur á morgun, hver veit.

Gleðileg Jól

*Jólatréð í ár er rósmarínrunni klipptur í jólatréslag, agalega góð lykt Grin

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðileg jól úr Reykjahverfinu. Mikið er drengurinn jólalegur og tilbúinn að opna gjafir. Út um eldhúsgluggann sjáum við að Pólverjarnir sem unnu á Hveravöllum eru að flytja inn á nr.2. Þekki prinsessu Karolínu Önnu.

mamma (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 17:50

2 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Hann var alveg að missa sig á þessu stigi málsins. Var búinn að þjást í gegnum uppvaskið og allt!

Karólína Anna mun örugglega hressa upp á götuna og ykkur gamlingana

Elva Guðmundsdóttir, 28.12.2008 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband