Milli hátíða

Núna eru við Magni ein heima að vesenast.

Jólin voru ekki svo slæm og margar góðar gjafir. Við drifum okkur á ströndina þann annan í jólum. Þar var búið að slá upp litlu Quebec að því virtist miðað við bílana á bílastæðinu. Sjórinn var blár og ekki of kaldur. Óeðli samt þetta að skemmta sér í honum. Við Magni létum það þó eftir okkur.

 

Strandferð26.12.08

 Svo erum við búin að lesa og spila (aðalega Magni á PSP).

Mér hefur reyndar hefndst fyrir letina því núna hefur bakið ákvað að mótmæla þessum setum og blása upp í heljarinnar vöðvabólgu í mjóbakinu. Jorrit hló að mér í gær og sagði að ég væri eins og gömul kerling. Verð nú að vera sammála.

Við fundum lambakjöt í Whole Foods og eftir miklar pælingar varð skynsemin ofaná og við skelltum okkur á 2 lambaskanka (framlappir) í staðinn fyrir hálft læri. Skankarnir hafa oft verið á borðum hjá mér og Magna og alltaf staðið fyrir sínu. En nýsjálenskar kindur eru greinilega með öðruvísi framlappir en íslenskar! Ugh! Ekkert nema sinar, bein og hlaup. Íslensk lömb skara framúr þarna! Áfram Ísland!

Nokkrar jólamyndir:

Jólamyndir08
:

 

Hún Edda systir á afmæli í dag:

Til hamingju með daginn elsku systir!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband