Bloggfærslur mánaðarins, október 2006
Frost og funi
31.10.2006 | 21:59
Titillinn kemur innihaldinu lítið við en hann er bara svo flottur.
Ja, ok. Það er amk frost í Mýv. Alveg þannig að það frýs í nefinu á manni þegar labbað er frá og til vinnu. Og það er bjart (eða stjörnubjart akkúrat núna) og nánast logn. Sem sagt alveg yndislegt.
En þetta með funann... Æji ég vildi að ég gæti spæsað upp umræðuefnið hjá ykkur, lesendur góðir en nei... funinn er bara í jörðu niðri þessa stundina.
Það var spil um helgina. Stuttlungarnir fóru kynntu sér Starmantle og nágrenni. Ég var einmitt að lesa dagbækur tveggja þeirra og datt nánast af stólnum við lesninguna. Nú þarf ég bara að gera mitt og meta dugnað þeirra í stigum.
Fór upp að Hlíðarfjalli í gær. Hefði verið mun, mun, betri gönguferð ef ég hefði átt svona legghlífar eins og við systurnar (-Valdís) skoðuðum um daginn. Þetta hugsaði ég í hvert einasta skipti sem ég steig í gegnum hjarnið upp fyrir skó. Það skeði svona 1000 sinnum! Urr. En ég náði einni góðri mynd:
Í Teignum
27.10.2006 | 23:22
Er komin niður í Teiginn einu sinni enn.
Horfði á seinni partinn af Freaky Friday, endurgerð, og stóð mig að því að hlæja helling. Ég fann mig bara alltof mikið í hlutverki mömmunnar (sorglegt). Ég átt reyndar ekkert að vera að horfa á sjónvarpið, frekar að undirbúa spil á morgun en svona er þetta stundum.
Ég var líka félagsskítur því að ég nennti ekki í pottinn heldur fór í bað. Það er bara svo notalegt að fara í bað stundum, sérstaklega með bók. Maður fer sko ekki með bók í pottinn þegar MSÞ er nálægur! Ónei.
Núna væri sennilega klókt að fara í bólið svo ég verði ekki búin á því annað kvöld.
Góða nótt!
Púsluspil
26.10.2006 | 18:08
Ég stend enn frammi fyrir því að þurfa að biðja um pössun.
Ég held að ég verði að fara að horfast í augu við það að ég sitji kannski ekki heima hjá mér allar helgar. Satt að segja eru slíkar helgar að verða undantekningin. Seinasta helgi var td vettvangsrannsókn. Núna um helgina er fundur og spil og jafnvel kveðjudinner. Helgina eftir það er ákaflega freistandi margföld veisla. Helgina þar á eftir þarf ég að fara í Borg Bleytunnar en þá mun barnið hitta hitt foreldrið.
Núna ætla ég hins vega að fara heim og láta innri kvikindi mitt sleppa í tilefni af næstu helgi
Snjór, snjór, snjór
24.10.2006 | 21:44
Jamm, það snjóaði almennilega í dag. Ekki svona smá reitingur sem hefur verið að koma seinustu daga. Nú þarf bara að koma vindur til að hlutirnir verði spennandi. Nei annars, Mývatnssveit er falleg eins og alltaf og ég vona að það komi enginn vindur.
Ég fór og labbaði í Dimmuborgum í dag. Þurfti að taka mynd af prílu. Á leiðinni sá ég músaspor. Það tók mig dálítinn tíma að átta mig á að þetta væru spor eftir stærstu hagamúsartegund heims. Slóðin líktist einna helst að hún væri eftir einfætta rjúpu. Það er nefnilega erfitt að vera mús í 10 cm jafnfallinni mjöll.
Prófum þetta
23.10.2006 | 17:05
Ég er búin velta því mikið fyrir mér að skipta um bloggsíðu. Ætla að sjá hvernig mér og ykkur líkar.
Annars varð ég fyrir þeirri skemmtilegu reynslu að einhver skeggjaður, riðvaxinn maður pissaði fyrir framan gluggann hjá mér áðan. Ég meina: ég er kannski desperat en ekki svona desperat! Vil nú fá að segja til hvort ég vilji fá að sjá lillann á mönnum áður en þeir kippa honum út fyrir framan mig. Og þó þeir séu hinum megin við rúðuna. Ég veit líka að það er stundum vandamál meða að komast á klóið hér í sveit en það voru nú 3 laus hjá mér akkúrat þegar þetta skeði.
Villimaður!!