Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
Snjókoma - Oh, Joy!
30.10.2007 | 15:00
Já, það snjóar hér upp á hálendinu í dag.
Þetta er nú frekar órómatísk snjókoma. Lítil snjókorn sem koma niður með svona 45 til 30 gráðu halla, ef miðað er við jörðina. Og allt grátt.
Ég veit ekki... ég er einhvern vegin ekki í stuði fyrir snjó. Vil miklu frekar hafa áfram veðrið sem var í gær og fyrradag: Kalt, bjart og stillt. Og hálkulaust.
Fór og rölti upp á Hverfjell í gær í tilefni af veðrinu. Þurfti sko að skoða syðri uppgönguna. Afskaplega var það nú sniðugt af mér að grípa tækifærið amk miðað við veðrið í dag. Tók helling af myndum en var samt ekki nema klukkutíma og 20 mín í túrnum. Sem er ágætt miðað við þvílíkt letiblóð ég hef verið undanfarið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Afrek helgarinnar
29.10.2007 | 17:49
Núna er þessi sérdeilis fína helgi að baki.
Mér tókst að:
- Liggja í leti
- Laga almennilega til í:
- Stofunni
- Eldhúsinu
- Herberginu mínu
- Geymslunni
- Versla helling
- Fara í Bíó
- Spjalla uber mikið við Jorrit
Magna tókst að:
- Fá mig til að kaupa nýjan PS-leik.
Við Magni gerðumst nefnilega félagsskítar á laugadaginn (barnið reyndar gegn vilja sínum) og brenndum inn á Eyrina. Ég þurfti nefnilega nauðsynlega þangað og miðað við spá og allt virtist vera skynsamlegt að drífa sig bara. En svo kom rann sunnudagurinn upp bjartur og fagur, auðvitað.
Ef ég hefði ekki farið þá hefði örugglega verið snjókoma og allt.
En allavega:
Við brenndum inneftir og versluðum og þannig. Hittum á útsölu á tölvuleikjum í Eymundson og komum þaðan út með hinn sögufræga Lemmings. Ég var næstum búin að fjárfesta í Neverwinter Nights 2 en guggnaði á því á seinustu stund. Ég vona eiginlega pínu lítið að Valdís hafi fallið í freisni í gær...
Svo eftir verslið fórum við til Valdísar. Þar var frekar slæptur og örlítið pirraður (ég meina í alvöru örlítið ekki örlítið mikið, það var ekki urrað á okkur sko) Tryggvi. Við mæðginin og Valdís skildum hann eftir á sófanum og fórum í bíó.
Myndin sem varð fyrir valinu var (auðvitað) Stardust.
Magni hafði upphaflega ekki viljað fara á "svona textaða mynd" en eftir að hafa séð trailerinn ákvað hann að slá til.
Myndin var stórgóð. Alveg hæfilega klikkuð og svolítið ógeðsleg á köflum. Ég hugsaði stundum: "Og barnið er að horfa á þetta!" En Magni virtist taka ævintýra-ofbeldinu með ró og það sem virtist standa uppúr hjá honum var dansatriði skipstjórans.
Það er svolítið langt síðan ég las Stardust. Í minningunni var hún svona lauflétt ævintýri. Heimsmyndin einföld og allt voða bjart og fallegt. Svona þannig lagað. Vondukallarnir voða vondir og góðukallarnir ferlega góðir osfv.
Myndin er, held ég, ekki alveg endursögn af bókinni. En það er sko í fínu lagi því sagan gengur upp og er hvorki of hröð né of hæg. Ekki væmin og persónurnar eru skemmilegar. Sérstaklega gera hinir framliðnu prinsar það gott. En myndin er mun dekkri en mér minnir að bókin hafi verið. Fullt af blóði, í ýmsum litum, morð og misþyrmingar. Ekki fyrir voða viðkvæma.
Miðað við þetta þá er ég ekki viss um að ég myndi leggja í Neverwere...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Lagt í
25.10.2007 | 22:54
Ég byrjaði að laga til í geymslunni í gær. Veitti ekki af því að draslið var farið að flæða fram á gang, bókstaflega!
Í einum kassanum fann ég nokkrar bækur sem systur mínar gáfu mér fyrir margt löngu. Bækur um allskonar tilraunir. Einnig fann ég tafl sem við Magni ætluðu reyndar að leita af.
Ég gaf Magna bækurnar og hann gaf sér næstum ekki tíma til að hlusta á kvöldsöguna því að hann var svo mikið að skoða.
Svo í dag gerðum við tilraun:
Settum ger, sykur, og vatn í flösku. Settum svo blöðru á stútinn og fylgdumst svo með.
Geðveikt gaman! Sérstaklega þegar froðan náði upp í blöðruna og blaðran þandist svo út að hún virtist ætla að springa!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyndið sjálfspróf!
24.10.2007 | 09:58
Hvem er du i Mummidalen? | |
Mitt resultat: Hattifnatt Du er Hattifnatt! Du er merkelig du! | |
Ta denne quizen på Start.no |
En ég verð að viðurkenna að mér lýst ekki alveg á sjálfan mig! En það gæti verið verra, ég gæti hafa verið Morrinn!
Og svo er ég ekki alveg klár í Norskunni. Kannski misskildi ég eitthvað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Loksins vetur
17.10.2007 | 23:11
Í dag var fyrsti almennilega kaldi vetrardagurinn, -5 °c. Kyrrt og fallegt veður og smá ís á vatninu.
Annars er flest gott að frétta. Þvílík suðurreisa um helgina þar sem ég fór á umhverfisþing og svo fórum við Magni til Álfhildar og co. Á sunnudaginn kíktum við svo í heimsókn til Þorbjörns Ara og fjsk.
Á mánudag fórum við svo aftur á Eyrina til að skipta um dekk á Ford og fleira.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Úhhaha
11.10.2007 | 13:16
Í dag er merkisdagur!
Hún Álfhildur Eiríksdóttir á afmæli.
Slíkt gerist ekki á hverjum degi!!
Til hamingju og hafðu það sem best í dag, Álfhildur!
Sjáumst svo um helgina
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvernig er hægt að horfa EKKI út?
8.10.2007 | 10:31
Ég fór aðeins í borg bleytunar á föstudaginn. Mætti einn fund og landvarðaslútt. Algerlega fínt eins og búast mátti við. Lærði td á nýmóðins þrifagræjur við að þurrka upp smá guðaveigar sem reyndu að flýja örlög sín.
Svo fór ég svo Kringluna á laugadag og náði að brenna smá pening.
Það var smá spenna í samband við flugið heim, veðurspáin agaleg og ófært til Egilstaða. En Akureyri lá greinlega betur fyrir vindi svo við fórum í loftið á réttum tíma og allt.
Á leiðinni var þetta þvílíka útsýni. Nánast engin ský og hæfilega mikill snjór á jörðu svo öll jarðsaga Íslands blasti við út um gluggann. Ég meina; ég er næstum viss um að ógeðslega háa fjallið sem ég sá lengst í suðaustri hafi verið Öræfajökull! Ef ég hefði setið hinum megin í vélinni hefði ég líklega getað séð Jorrit í Bandaríkjahreppi!
Og svo var fullt af allskonar öðrum jarðmyndunum sem sýndu sig. En þegar mér varð á að skoða samferðamenn mína sá ég að fyrir utan mig voru alveg tveir sem horfðu út um gluggann! Hitt liðið var með nefið grafið ofan í mogganum eða pappírs-Skýinu. Eins og það sé ekki hægt að kynna sér samruna orkufyrirtækja á jörðu niðri? Og koma svo heim og segja "Flugið var svona lala, svolítil ókyrrð yfir fjöllunum"
Æji greyið þau, segi ég bara.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Á rúntinum
4.10.2007 | 19:38
Við Þorgeir brugðum fyrir okkur betra hjólinu og renndum upp í Herðubreiðalindir í dag. Það vantaði að losa niður eitt skilti og henda inn í gám svo það fyki ekki út í veður og vind í vetur. Ferðin var tiltölulega létt og löðurmannleg og við hittum bara einn bíl á leiðinni. Nokkra unga menn sem ætluðu bara rétt að skreppa í Öskju. Þegar við komum að þeim voru grímurnar tvær greinilega að renna á þá. Þeir voru nefnilega ekki með bensín/olíu nema fyrir svona 3/4 leiðarinnar. Það þurfti ekki mikinn hræðslu áróður til að snúa þeim við.
Veðrið var ágætt en kyrfilega alskýjað og Drottningin sjálf setti á sig slæðu þegar við nálguðumst. Kverkfjöllin voru þó hæfilega uppljómuð í grámanum.
Okkur sýndist þó að heldur hafi glaðnað yfir hálendinu þegar við vorum á leið heim, en það er bara týbískt.
Ég náði þó nokkrum myndum og hér eru tvær:
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Gömul saga og ný
1.10.2007 | 17:27
Magni fékk að fara heim með vini sínum eftir skóla í dag. Þetta var þaulskipulögð heimferð. Menn ætluðu sko ekki að lenda í sömu vandræðum og seinast!
Ég var alveg hæfilega dugleg í vinnunni, finnst mér. Kláraði eina skýrslu og byrjaði aðeins á næsta verkefni.
Eða ég hélt að ég hefði klárað skýrsluna. Fékk svo einn feitann tölvupóst sem gekk illa í póstforritið. Þegar það fór á hliðina vildi það ekki opnast aftur svo ég ákvað að gera það sem er alsherjar lausn míkrósoft-notandans; endurræsa gripinn.
Eitthvað var undirbúningur undir endurræsingu undarlegur (og ef út í það farið ýmislegt annað klukkustundirnar á undan) því að allar fíniseringarnar á skýrslunni voru hvergi sjáanlegar. Alltaf jafngaman af því!
Hefði eiginlega átt að fara á Eyrina í dag en... æji... langt og svoleiðis.... og svo var það alltaf skýrslan góða!