Mallinn minn!!

Það virðist vera að þema ársins 2007 sé innantökur. Alla vega hingað til.

Hrafnkell og Edda byrjuðu árið með ælupest og Valdís hefur verið frekar græn seinustu daga. Ég fór sjálf að finna fyrir gömlum fjanda seinni part sunnudags.

Þá var mallinn á mér greinilega búinn að fá nóg af kökum, nammi, reyktum mat og snakki! Sérstaklega í svona miklu magni. (Eða þá hann saknaði þeirra svona mikið eftir jólin? Ég var nú búin að trappa mig töluvert niður fyrir þrettándann).

Síðan hefur mér verið kalt, óglatt og illt í maganum. Svo er ég máttlaus og ákaflega syfjuð. Og heyri stanslaust garnagaul þegar maginn er að prófa nýja hreyfingu upp á grín. Sick

Helv*& magakrampi!!

Ástandið er þó heldur skárra í dag en það var í gær, held ég. Galdurinn er víst að verða ekki mjög svöng og láta ekki undan lönguninni í mat á borð við rækjusalat á ritzkexi eða ídýfu með saltstöngum (sem virðist á undarlegan hátt fylgja svona magaköstum hjá mér).

En ég hlýt að hressast brátt, þetta er svo leiðinlegt ástand!

 


Breytt barn!!

Við Magni tókum á því í gær! Gamli bartskerinn var tekinn fram og pilturinn sleginn. Undan öllu hárinu kom afskaplega sætur og töffaralegur strákur. Það væri samt ekki úr vegi að renna aftur yfir hausinn á honum eftir nokkra daga. Það eru nokkur hár sem hafa skotið sér undan örlögum sínum. En heilt yfir litið er strákurinn bara allt annar strákur, alveg ægilegt krútt  GrinGallinn við svona framtaksemi var sá að mér fannst ég vera þakin hárum alveg fram að kvöldsturtunni (klæjar meira að segja smá núna við tilhugsunina). Ugh 

Nýja dótið mitt!!

Núna er ég búin að hafa tækifæri til þess að leika mér með nýja dótið mitt í tvo daga. Það verður gaman að vita hvenær síminn hættir að vera skínandi nýtt dót sem gaman er að fikta í og verður að nytjahlut.

En ég skemmti mér alla vega ágætlega núna. Það kemur sniðugt hljóð þegar ég fæ SMS og ennþá sniðugara þegar einhver hringir í mig. Svo endilega hringið og sendið SMS. Ef ég svara ekki þá er ég hugsanlega bara að hlusta á lagið Cool


Hækkaður græjustuðull heimilisins

Við Magni fórum á Eyrina í dag. Hittum þar fyrir Valdísi og héldum svo í eyðsluferð.

Valdísi vantaði reyndar eina flúrperu sem hún fann í Byko. Ég fann örbylgjuofn í Byko Happy. Slíkt tæki hefur ekki verið til heima hjá mér árum saman, ég er alltaf að bíða eftir hinum fullkomna örrara, sem ég sá svo í dag. Ódýr, hvítur og lítill!

Ástæða ferðarinnar var samt sú að fjárfesta í síma. Ég hef tekið eftir ýmsum furðu uppátækjum hjá gamla Nokia s.s. að læsa sér með ógnarhraða þannig að ég kemst nánast ekki í símnúmeralistann í honum hvað þá meira. Annað er að kveikja á ljósinu á undarlegustu stundum og slökkva svo seint og um síðir á því. Svo frýs hann gjarnan þegar ég skoða SMS, kom vel í ljós á áramótunum.

En allt þetta er hægt að lifa með, amk um tíma, ef ekki væri það að Nokia gamli er hættur að gagnast almennilega til þess sem er kjarni tilveru hans: sem fjarskiptatæki. Hann hefur gert það nokkrum sinnum upp á síðkastið að slíta samtölum upp á sitt einsdæmi. Fyrst gerði hann þetta bara við einn síma, sem vill svo til að er sömu gerðar og hann sjálfur. Þannig það var ekki gott að vita hverjum væri um að kenna. Og kannski var Nokia bara að hinta að því að eigandi hans gæti nýtt tíma sinn betur en að blaðra endalaust við hinn aðilann. Woundering

En svo færði Nokia sig upp á skaftið og sleit símtali við annan síma. Það hefði hann ekki átt að gera (og bæta svo öllum hinum stælunum við) því nú er kominn inn á heimilið nokkur Sony Eirikson frá Svíþjóð (á sennilega japanska móður) sem mun nú taka við af Nokia frá og með deginum á morgun.

Húrra fyrir því!! W00t


Nýársfærsla

Þar sem ég var ekki nægilega framtaksöm í gær til að pikka gamlársfærslu, verður nýársfærsla að duga.

Það skeði ýmislegt á seinasta ári eins og ég spáði reyndar sjálf fyrir.

Ég kláraði Meistaraverkið í janúar og hef þar af leiðandi getað kallað mig mannfræðing síðan í febrúar.

Það gekk nú upp og ofan að sannfæra atvinnurekendur þessa lands um ágæti þess að ráða mig í vinnu. Eftir á að hyggja er ég bara alveg ferlega ánægð að ég gat ekki prangað sjálfri mér inn á eitthvað almannatengsla fyrirtækið eða hvað annað sem stóð til boða. Þá hefði ég ekki fengið símtal ársins, klukkan rúmlega fjögur, föstudaginn fyrir Pálmasunnudag.

Í kjölfar þessa símtals tók ég upp allt mitt hafurtask og kvaddi Dalabúð, íbúð 254, Hjónagörðum, sem hafði verið vetrarheimili okkar Magna í 6 ár. Það tók okkur reyndar eina 4 mánuði að finna okkur annað heimili en það er önnur saga. Whistling

Magna fannst þessi flutningahugmynd frekar ómöguleg þangað til að hann uppgötvaði með haustinu að mývetnskir strákar eru bara ágætis leikfélagar*, þó hann hafi ekki skipst á snuddum við þá í leikskóla eins og gömlu leikfélagana.

Ég held að ég hafi aldrei náð að læra eins mörg örnefni á einu ári eins og á árinu 2006. Enda eru örnefni ekkert til að spauga með við Mývatn. Ég hef líka sjaldan hitt eins margt áhugavert fólk eins og á liðnu ári. Og ég get núna lagt trégöngubraut blindandi (eða amk sagt til um hvernig eigi að bera sig að).

Sumarið helltist yfir með mikilli vinnu og endalausum gönguferðum sem urðu til þess að Elva rýrnaði um rúm 10% á nokkrum mánuðum. Sem var bara gott, það sem eftir var var almennilega stuffið. Enda hef ég sjaldan verið kátari með sjálfan mig en í enda sumars. Cool

Mér finnst alveg synd og skömm að ég hafi ekki uppgötvað þetta landvarða-jobb fyrr. En þá hefði ég líklega ekki haft tækifæri til þess að hvalasafnast eins mikið.

Talandi um Hvalasafnið þá gerðist sá fáheyrði atburður að ég og Elke vinkona lögðum land undir dekk og brunuðum niður til Skaftafells í endaðan september. Það löbbuðum við helling og keyrðum enn meira. Þar drakk ég latte ársins og sá alveg ótrúlega náttúrufegurð. Þetta ferðalag var afskaplega tímabært og vonandi getum við haldið áfram að ferðast hingað og þangað saman.

Seinasti partur ársins hefur heldur einkennst af naflapælingum og rólegheitum. Þarf greinilega að vera duglegri í gönguferðunum því þá hef ég ekki tíma hvorki í naflapælingar né rólegheit.

Þegar allt er lagt saman þá finnst mér að seinast ár hafi verið gott. Þá er bara að stefna að öðru ekki síðra árið 2007!

 

*Mér finnst Mývetnskir strákar (ekki þeir sömu) líka ágætir, en hef ekki gert það upp við mig ennþá hvort ég nenni að leika mikið við þá. Né nokkra aðra stráka sem ég hitti seinasta sumar, innlenda eða erlenda. Kissing

 


Kannski maður ætti að setja...

...upp viðvaranir við Leirhnjúk næsta sumar?

Það gengur náttúrulega ekki að fólk reiti guðina til reiði Whistling


mbl.is Óttaðist reiði guðanna og skilaði hraunmolunum aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annar í jólum

Núna er maður búinn að borða svoleiðis yfir sig að það liggur við að maður þurfi að fara á slysó.

Úff Sick

Það er sko tekin stefnan á íþróttamiðstöð Reykjahlíðar eftir hátíðarnar. Það gengur örugglega ekki að ætla sér að rúlla um göngustígana næsta sumar!_MG_7925

Ég, Valdís og Tryggvi höfðum það þó af að ganga upp að Kellingunum í gær. Mikið afrek! Við sáum helling af glitskýjum á leiðinni og sveitin leit bara almennt geðslega út í ljósaskiptunum. Myndin hérna tók pabbi heima í garði á meðan við vorum í labbitúrnum.

Þar sem hjarnið er harðara en parkettið hérna inni var ekki þörf fyrir geiturnar (legghlífar; slanguryrði sem ég lærði af Bergþóru um daginn) sem ég fékk í jólagjöf og mér fannst óþarfi að blanda Britney S saman við lyngilminn. Ég þarf að þvo peysuna sem ég fékk en annars hefði hún komið sér vel í kuldanum.

Við skelltum svo saman í spil í gær. Loksins, loksins fékk ég að leika bara eina persónu í einu!!

Ég ákvað að vera hún Silaqui Nailo, sun elf frá Silverymoon. Silaqui langar til að verða bladesinger því það er svo töff að geta kastað göldrum um leið og hún ber á óvinum álfa með sverðinu sínu. En þó hún sé alveg rosalega góð að beita sverðinu og alveg þokkaleg að galdra þá vantar eitthvað ennþá!

Oh, hvað það var gaman að rúlla teningum bara fyrir mann sjálfan og að sjá annað fólk engjast yfir því að muna hver ætti að gera næst og að vondukallarnir séu óþarflega heppnir Devil


Gleðileg jól!!

Já, nú er komið að þeim, einu sinni enn!!

Það var pínu skrítið að kíkja á hitamælinn áðan. Tæplega 10 stiga hiti á 24. des er ekki alveg eftir uppskriftinni.

Jólafílingurinn komst loks á fullt sving í gær. Við systurnar (mínus Edda) týndumst ásamt viðhengjum í Teiginn seinnipartinn í gær. Þar tók við jólaþrif sem setur mann alltaf í gírinn. Svo fórum við Valdís í hina hefðbundnu þorláksmessu-reddingar-ferð út á Húsó kl hálf tíu í gær. Það var fullt af fólki á röltinu og góður andi í bænum. Við ákváðum að gerast ævintýragjarnar og fórum inn í Skuld og fengum okkur latte. Það var nú aldeilis punkturinn yfir I-ið. Algerlega frábært latte í glasi (svolítið annað en gutlið sem ég fékk nokkrum metrum norðar um daginn) og jólatónlist við kamínueld. Kannski aðeins of mikill reykur þó.

Nú stendur aðeins til að prófa nýju sturtuna. Það er reyndar ekki "organ-interlock" takki í henni en nánast þó Joyful

Svo gleðileg jól!!

Grin


Nýjir fjölskyldumeðlimir

Það varð gríðarleg fjölgun í fjölskyldunni okkar Magna í gær.

Þá komu gaukarnir tveir sem hafa verið á leiðinni norður síðan í sumar. Aumingja greyin þurftu að láta sig hafa jeppaferð inn á Akureyri þann 20., í roki og allt. Svo þegar þeir héldu að allt væri komið í samt lag var þeim dröslað aftur út í bíl og keyrðir, líka í roki, upp í Mývó. Þeir eru nú byrjaðir að rífa sig á fullu svo ég held að þeim hafi ekki orðið meint af ferðalaginu.

Ég var svo andstyggileg að taka mynd af þeim, sem þeim fannst nýmislegt 014ú alger óþarfi.

 Við Magni þurfum bara að hringja í Eddu frænku og fá upp nöfnin á þeim því við munum þau ekki.


Áhrýnisorð?

Seinasta laugadag, svona um 2 leitið, sat ég upp á matarborðinu heima í Teignum (óvani síðan á æskuárum sem hefur ekki ennþá elst af mér) og horfði út um gluggann. Það var 7 stiga frost og þykkur snjór yfir öllu. Einhvern vegin komust hvít jól í umræðuna hjá okkur mæðgum og ég sagði að það þyrfti þvílíka hláku til þess að það yrði ekki hvít jól hérna fyrir norðan.

Haha, sénsinn!

Ja, sénsinn?

Seinustu daga hefur verið þvílík hláka að það horfir bara til vandræða! Heilu bæjirnir hafa skolast á burt og þegar ég gekk niður í Mývatnsstofu áðan var það eins og það var seinasta haust. 10 stiga hiti eða svona næstum því og nánast logn. Ef væri ekki fyrir jólaljósin og einstaka skafl sem þrjóskast enn við þá gæti verið vor.

Ég held að ég hætti að tjá mig um hvít jól. Amk án þess að skoða spána fyrst!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband