Spilakvöld
3.12.2006 | 12:29
Núna er maður að rakna úr rotinu.
Við spiluðum til rúmlega 3 í gærkvöldi. Svona meðal spilakvöld en ekki mikið um barsmíðar og ofbeldi. Verð að bæta úr því næst
DM-inn notaði gamallt trikk þegar tvö úr hópnum hittu svona gellu:
En hvenær hefur nokkur ævintýrahetja grætt á því að vera vesenast í gömlu yfirgefnu húsi sem nágrannarnir forðast eins og þeir geta?
Jólaskap
2.12.2006 | 16:04
Ég er búin að gera mitt allra besta til að grafa jólalagareynslu mína síðan í gær. Fann tvöfaldan jólalagadisk heima í Hrísateig og hef nú hlaðið honum inn í Dellu og hlusta af öllu afli.
Ekkert nennilag þar!
Edda systir er líka á svæðinu og höfum við getað rætt litgreiningar á hvítum hestum og fleira því tengdu.
Það er spilakvöld í kvöld og er ég þvílíkt að koma mér í gírinn. Vonandi tekst mér að fókusa orkuna og beina henni til Starmantle frekar en í naflaskoðunarpælingar. Enda þó ég hafi náttúrulega afskaplega fallegan nafla þá er allt í lagi að horfa á eitthvað annað við og við.
ÉG nenni ekki...
1.12.2006 | 11:55
...að hlusta endalaust á "Ef ég nenni..." ein jólin enn!
Ég hef nú áður tekið smá rant út af þessu "jóla"-lagi en þetta var nú fyrsta þannig lag sem ég heyrði þetta árið. Urr
Þá vil ég frekar heyra "Jólahjól" milljón sinnum!!!!(!)
Annars rakst ég á þessa grein á mbl í morgun: http://mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1238561
Ég held að fréttin sé einka skilaboð til mín frá guði um að slappa aðeins af. Annars mun ég að öllum líkindum hafna riddaranum á hvíta hestinum á þeim forsendum að brynjan hans sé of vel pússuð*
*5 upphrópunarmerki nb, lagast örugglega með vorinu
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Latte
29.11.2006 | 16:39
við Þorgeir vorum að ræða um kaffi áðan.
Ég held að það séu til tvær gerðir af kaffidrykkjumönnum; mjólkurkaffifólk annars vegar og hraðkaffifólk hins vegar.
Ég er latte-manneskja en Þorgeir er expresso maður. Ég set mjólk í kaffið vegna bragðsins en hann myndi drekka kaffið án mjólkur ef það væri bara kaldara. Kaffidrykkja Þorgeirs er lík og áfengisdrykkja sumra: fyrir áhrifin.
Sem betur fer höfum við getað settlað okkar kaffiágreining á menningalegan hátt. Þeas þegar hann hellir uppá er kaffið sterkt en þegar ég útbý kaffið er það mun dannaðra.
Þegar enginn nennir að hella upp á fer Þorgeir í búðina og betlar kaffi þar en ég hita vatn og útbý mér skyndi-latte. Alveg merkilega gott, bara ekki ímynda sér að þetta sé alvöru latte. Það er galdurinn
Besta latte (og þal kaffi) sem ég hef fengið á þessu ári bruggaði Ragnar Frank, Skaftafellshöfðingi, handa mér og Elke í haust. Kannski ég fái mér svona græju eins og hann var með eftir áramót. Þá þarf ég ekki að gera neinar málamiðlanir í þessum málum því þá verður ríki mitt mannautt fram á vor.
Oh nú langar mér í gott kaffi
Afmæli
28.11.2006 | 21:09
Magni Steinn átti afmæli í dag.
Við héldum upp á daginn með heljarinnar veislu þar sem rúmlega öllum bekknum hans var boðið. Það voru pitsur, muffins, kaka og ávextir á borðstólnum. Muffinsin og Pitsurnar gengu best í liðið en ávextirnir síst. Svo var opnaðir pakkar og sýnist mér að maðurinn sé nokkuð ánægður með uppskeruna. Gjöfin frá mömmunni er reyndar ekki komin í sveitina en það virðist ekki vera neitt vandamál.
Ég er allavega algerlega búin á því og afskaplega fegin að dagurinn er nánast liðinn og allt gekk upp. Ég vona bara að ofuhugarnir sem hættu lífi sínu og limum til að komast hingað uppeftir komist heil heim.
Kjaftasögur
27.11.2006 | 22:37
Ég er eins og flestir aðrir; svo heppin að heyra ekki kjaftasögurnar sem ganga af sjálfum mér. Ég geri samt fastlega ráð fyrir að það hljóti einhverjar að vera á sveimi. Annars væri ég nú aldeilis að klikka á þessu
En ég held að ég hafi heyrt enduróminn af einni um daginn.
Ég var að vinna við að koma á jólasveina-kaffinu sem var um helgina ásamt nokkrum öðrum konum. Börnin okkar voru á fullu við að nýta sér til hins ýtrasta plássið í Skjólbrekku og voru orðin rjóð í kinnum og heit. Ein konan horfir allt í einu á son minn hugsi og spyr svo: "Er þetta strákurinn þinn?" Ég gengst við barninu, enda er ekki slæmt að vera móðir þess. "Nú, er hann hjá þér?" dettur upp úr henni. Ég horfi aðeins á hana og segi "já, auðvitað". "Og er hann í skólanum hér?" gat hún ekki stöðvað sig í að segja, en þá var greinilegt að henni fannst hún vera komin í öngstræti. Ég ákvað að bjarga málum og útskýrði að barnið hafi eytt nánast öllu sumrinu hjá afa og ömmu en væri núna þar sem hann ætti að vera, hjá mér.
Ég velti því fyrir mér hvort að sagan væri á þá leið að ég ætti nú barn það byggi annars staðar? Það væri kannski skýringin á því af hverju ég væri aldrei heima um helgar, að heimsækja barnið. Ég er nú aldeilis vonda konan. Læt aðra um að ala afkvæmið upp á meðan ég skemmti mér við að hrella Mývetninga!
Góð saga. Gallinn er bara þessi stuttlungur sem gengur á 0,1 km hraða úr skólanum yfir í Mývatnsstofu á hverjum virkum degi
Annars á stuttlungurinn afmæli á morgun og þar sem 6 afmælisdagar eru ekki nóg til að fá nóg af afmælum verður veisla. Afskaplega verð ég fegin þegar hún verður afstaðinn
Áii!!
26.11.2006 | 21:19
Ég var að kitla Magna áðan og hann náði að sparka þokkalega fast í barkann á mér. Það var ekkert gott og er ennþá bara þónokkuð vont. Ég fílaði mig aðeins eins og fórnarlömb söguhetjanna sem í bókunum sem ég er að lesa núna; War of the Spiderqueen. Sem betur fer var þetta óvart og það fylgdi ekki einhvert eggvopn í kjölfarið eins og í þessum bókum. Enda hefði það verið dálítið áhyggjuefni.
Ég er búin að baka smá í dag og laga til (undirbúningur fyrir afmæli) annars er dagurinn búinn að vera rólegur. Ætlaði kannski að kíkja í Fjósið eða í Böðin en það verður bara að gerast seinna. Var líka að vinna í næstum allan gærdag vegna Jólatöfranna.
Jólarnir létu sjá sig í gær í sveitinni. Það kom bara töluverður fjöldi fólks til að berja þá félaga augum og allir voru nokkuð kátir með daginn. Ég sannaði það enn og aftur að ég kann ekki á klukku svo ég missti af þeim í Dimmuborgum en ég ætla sko ekki að láta það fara fram hjá mér þegar þeir fara í bað um næstu helgi. Það er víst áhugaverð sjón.
Fjársjóður
24.11.2006 | 22:55
Þennan stað fundum við Elke í Bæjarstaðaskógi. Áin hafði greinilega runnið þessa leið í þúsundir ára og grafið sig niður í bláan steininn. Þessi fundur gerði gönguna löngu yfir sandinn alveg þess virði.
Þangað væri ég til í að fara aftur. Á heitum degi væri æðislegt að sulla með tánum í ánni áður en haldið væri af stað á ný.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Naflaskoðun
24.11.2006 | 22:41
Þótt ég sé ekki komin í mikinn jólaham þá er ég einhvern vegin komin í áramótaham þessa dagana.
Hvernig er áramótahamur mun kannski einhver spyrja? Jú, maður er í áramótaham þegar maður finnur fyrir ákafri þörf fyrir að gera samantektir á lífi sínu. Sérstaklega samantektir sem spanna eitt ár. Þessu fylgir ákveðið naflaskoðunarferli þar sem ástæðurnar fyrir öllu saman eru krufnar niður í frumeindir sínar í leit af lausnum og skýringum. Síðast en ekki sýst fer maður að heita sér þessu og hinu; héðan í frá ætla ég ekki/aldrei/alltaf að gera X.
Gallinn er að þessar áramótapælingar eru eiginlega mánuði of snemma, svona blogglega séð. Það er nefnilega gráupplagt að gera svona "best off" lista í endaðan desember en ekki endaðan nóvember. Þannig að ég verð að sitja á mér með svoleiðis.
Svo vitum við alveg hvernig fer fyrir því sem er krufið í frumeindir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jólastúss og dularfullar viftur
23.11.2006 | 21:54
Ég fór í jólaleiðangur í dag. Kannski svolítið snemmt en þetta var liður í að gera sveitina töfralega fyrir jólin. Verð að viðurkenna að ég var ekki í jólastuði í dag. Varð nánast eins þreytt eins og ég var seinast þegar ég ætlaði að jólastússast. En þá var ég með áfengiseitrun en nú hef ég enga afsökun, var ekki einu sinni illa sofin!
En ég náði þó að kaupa seríur og kerti svo og klakajólatré úr plasti handa Magna. Það er með ljósi inní sem skiptir um lit. Alveg merkilega sætt þegar það er komið heim
Það skeði sá furðulegi atburður heima í gær að vifturnar í loftinu fóru í gang. Það er ein inni í eldhúsi og önnur á baðinu og ég get svarið að þær hafa hvorugar bifast síðan að ég flutti inn. Og alveg örugglega ekki í haust þegar hitinn náði 40 °c í eldhúsinu á stundum. Þær voru bara í gangi þegar ég kom heim og ég hef ekki hugmynd um hvað skeði. Né hvar sé hægt að slökkva á þeim. Það er nefnilega eiginlega dragsúgur í eldhúsinu núna.
Ég lagaði líka sturtuna í gær. Tók blöndunartækin af og hreynsaði helling af sandi úr þeim!! Hvaðan sem hann kom? Náði reyndar að rífa niðurfallið úr sambandi svo að það flæddi vatn út um allt baðgólf en reddaði því enda pípari af guðs náð
Núna get ég farið í almennilega heita sturtu. Verst er hvað sturtuklefinn lekur og það hefur ekki lagast með auknum krafti í sturtunni. En ef allt væri fullkomið hefði maður ekkert til að kvarta yfir. Og það væri nú synd.