Jólaklippingin

Ég fór í klippingu í dag. Ef núna alveg ægilega sæt og vel tilhöfð. Auðvitað hélt ég í rauða þemað sem hefur reynst ágætlega seinustu ár. Bara aðeins meiri strípur til að lýsa upp skammdegið.

Ég las nú einhvers staðar að konur sem lituðu hárið á sér rautt gerðu það í auglýsingarskyni, því rauðara því sterkari skilaboð. Það getur vel verið að það sé satt en í mér finnst ég bara sætust rauðhærð. Cool

Það er bara fjárans ókostur að ég skildi hafa fengið ss-heimsókn í gær og í fyrradag á meðan hárið var einungis teyjuhæft. En maður getur ekki verið alltaf heppinn. Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ss-heimsókn? Komu hún með brauði og öllu?? ;)

Elva (IP-tala skráð) 7.12.2006 kl. 01:51

2 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Hehe. SS stendur fyrir "sérfræðingar af sunnan"  Í þessu tilfelli annars vegar kona af framkvæmdasviði UST á mánudag (ásamt bara ágætlega fríðu föruneyti)  og hins vegar Chas og Stefán Ben. Öll með vinnutitilinn "sérfræðingur"

En fyrst þú segir það þá ætti ég auðvitað að krefjast bakkelsis með svona fólki, þau vilja nú yfirleitt kaffi hjá mér!

Elva Guðmundsdóttir, 7.12.2006 kl. 10:53

3 Smámynd: Ragna Þorsteinsdóttir

mér finnst að þú ættir að fara að gera hint lista fyrir jólin... ;)

Ragna Þorsteinsdóttir, 8.12.2006 kl. 01:41

4 identicon

Já þessir sérfræðinga titlar hjá UST eru snilld!

Elva Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2006 kl. 02:09

5 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Ragna, listinn er kominn út.

Já, nafna, þessi sérfræðingatitill segir nefnilega svo margt, eða þannig.

Elva Guðmundsdóttir, 8.12.2006 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband