Kveðjur og morð

Í dag hættu landverðirnir mínir. Ekki í fússi (vona ég). Fjallalandverjurnar komu líka til byggða í dag og Helgi bílstjóri fór seinustu ferð sumarsins. Seinasti sjálfboðaliðahópurinn fór líka í dag.

Múmm Frown

En ég fæ líklega sérstakann úrvals hóp frá Chas eftir 1 eða 2 vikur. Og landverjurnar mínar hafa lofað að heimsækja sveitina einhverntíman í vetur. Smile

Það var framið fjöldamorð á Grímstöðum eftir hádegið. Einum hundinum leiddist og ákvað að narta í eina unghænuna sér til dægrastyttingar. Það var svo óskup gaman að hann ákvað að narta í fleiri. Verst hvað þær entust stutt. Bara lágu þarna alveg kjurrar. Og haninn stakk af.

Hænurnar voru íslenskar eðalhænur og höfðu náð að skila af sér svona 2 eggjum hver þegar þær létust.

Núna er spurning hvort hundurinn verði dæmdur til dauða fyrir morðin eða hvort hann verði settur í endurhæfingu.


Jamm og jæja

Tíminn silast áfram hérna í hæstu byggð Íslands. Greynilega að hausta því að túrhestarnir halda sig annarsstaðar og í dag var seinasti vinnudagur landvarðanna Kalla og Írisar. Sem sagt á morgun verðum við Þorgeir ein eftir.

Sjálfboðaliðarnir sem hafa drullumallast upp á Leirhnjúk síðan á mánudag fara líka á morgun.Errm

En nóg um vinnuna.

Ég hef fjárfest í Dellu 2 eða Dellu yngri eða Blástakk eða (fleiri nafngiftir?) Hún kemur vonandi fyrir helgi en kannski ekki fyrr en á mánudaginn. Þorgeir þekkti mann svo ég fékk græjuna á hagstæðu verði. Mér hlakkar geðveikt til því að þá get ég loksins blaðrað almennilega við Jorrit. Ég fæ bara krampa í veskið við að hugsa til símareikninga okkar skötuhjúa þennan mánuðinn. Whistling

Ég bakaði líka í gær. Massarínu með appelsínukremi og kryddköku. Var næstum því búin að lifta káinu á meðan hrærivélin var í gangi en sá að í tíma. Ekki það að það hefði sést munur á eldhúsinu.


Sauðfé, ofursyfja og regnbogar

*Snýt*

Jæja, nú er ég heldur að hressast. Verð örugglega orðin fín á morgun ef ég næ þokkalegum svefni í nótt. Ja, svona innan eðlilegra marka. Vikna samt aðeins þegar ég horfi á allt dótið heima hjá mér en það er kannski bara sjálfsvorkun yfir að þurfa að laga til.Wink

Það hefur ekki verið mikið um slíkt seinustu þónokkra daga. Kórónaði allt með því að fara stuttlega í partý á Hvalasafninu, koma heim kl hálf 1 og hringja svo vestur um haf (það hafði verið reynt að hringja í mig á guðlegri tíma en ekki tekist vegna orkuskorts hjá Sony). Fór að sofa kannski kl hálf tvö.

Það voru réttir í Mývó í dag. Í gær var fjárrekstur í gegnum þorpið. Túristarnir flæktust svo fyrir með myndavélarnar sínar að féð komst varla áfram. Smá Twoflower action þar á ferð. Allir að reyna ná mynd af sætum eyjarskeggjum á sætum smáhestunum sínum að reka sæta féð sitt í gegnum sæta bæjinn sinn. fjárrekstur25.08.07 008

Það ringdi líka í sólinni í dag. Svona blaut rigning sagði Íris og ég er sammála henni. Svona rigning með stórum þungum regndropum er bara einhvern vegin blautari en venjulega týpan.

Og það kom regnbogi! Tvöfaldur og afskaplega laglegur.Happy


Þegar kona grætur fyrir tvo...

verður kona svolítið soggi. Crying

Amk er það mín reynsla því að þrátt fyrir allar tilraunir Jorrit til að halda uppi móralnum í Leifstöð áðan var ekki nokkur leið fyrir mig að hemja krókódílatárin.

En alla vega er Hollendingurinn minn á leiðinni í Brandararíkin til að verða hinn fljúgandi.

Ég lagði til í gær að við myndum bara fara niður í bæ og finna einhver hávaxinn útlending og fá hann til að fara í staðinn fyrir Jorrit. Einhvern veginn hélt Jorrit að það væri óráð. Skil varla af hverju.FootinMouth

En ég var bara í afskaplega eigingjörnu skapi í gærkvöldi og morgun.

Ekki það að við héldum upp á aðskilnaðinn með því að fara á Argentínu og eyða 20 þúsund króna gjafabréfinu sem ég vann á árshátíðinni í vetur. Og fjórum þúsundum krónum betur! En þetta var alveg þess virði! Nammi namm! Og eitthvað annað um að hugsa en morgundaginn! Eini gallinn voru miðaldra rússarnir þrír sem nutu kvöldsins með þremur afskaplega myndalegum og ungum stúlkum á borði hinum megin í salnum. Þeir nutu kvöldsins svo afskaplega hátt svo við ákváðum bara að hugsa illa til þeirra og tala á rasískann hátt um rússa. Það hjálpaði helling.Devil

Gistihúsið Sunna stóð líka undir væntingum! Mun þekkilegra en gistiholan í vetur. Og svo græddi ég enn einu sinni á því að hafa Írisi í vinnu. Eins og það sé ekki næg verðlaun að hafa notið starfskrafta hennar í sumar. Það sparaði mér um 3 þús kr að velja Sunnu þar sem Íris vann seinasta vetur. Verð að muna að skila kveðju til hennar á morgun.

Svo þegar ég upptekin við flóðavarnir á leiðinni frá Leifstöð var mér tjáð að ég þekkti konu í fréttunum. Ég hef bara ekki alveg orku í að takast á við það mál núna en örugglega á morgun.

En hafðu ekki áhyggju Álfhildur, það er vandséð hvaða gleðifregnir hefðu haft önnur áhrif. Það dugir nú bara fyrir mig að missa einbeitinguna til að fara leka.

Enda er ég gráta fyrir tvo, það tekur á!


Ætli sé rigning?

Núna þegar sumri er byrjað að halla amk svona ferðamannalega er byrjað að róast andrúmsloftið í gestastofunni. Áðan hafði varla nokkur hræða komið inn síðan fyrir hádegi en svo kom smá rigningarskúr. Og viti menn: allt fylltist af fólki, blautu og ráðvilltu. Á hálftíma seldi ég um 50- 60 póstkort og annað eins af frímerkjum. Svo skein upp á ný og fólkið hvarf eins og dögg fyrir sólu (kannski gufaði það bara upp í alvörunni? Woundering.

Minnir stundum á ísbúðina sem ég vann í einu sinni, nema öfugt.


Vúbbs, þar fór sumarið...

Samkvæmt hefðinni hef ég ekki bloggað stafkrók síðan snemma í júní. En svona er sumarið 2007:

Landvarsla. Nýtt fólk. Ljósmyndarar og fálkar. Klettaklifur (ekki ég nb). 

Hitti tengdó og fór til Norge með henni og syni. Fín ferð og fín tengdó.

Sumafrí í leti og rólegheitum.

Ættarmót með söng og pörtum.

Ís og nammi.

Conway, Suður Karólínu.

Gullkorn sumarsins, sögð við mig í Leirhnjúkshrauni í rigningu og sudda: "You look like you have grown right out of the lava". Sniðugt að vera í felubúningi í vinnunni, svörtu með hvítum merkingum. LoL


Minnir á eitthvað?

Reyndar enginn ofsaakstur í þessu tilfelli eins og munaði mjóu hjá systur vorri.
mbl.is Brunað eftir hraðbraut í hjólastól á 80 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pæluvargur

Sumarið er svo sannarlega komið við Mývatn!

Það hefur verið þvílíkt heitt og gott veður seinustu daga og vatnið hefur þvílíkt staðið undir nafni. Í fyrra var víst frekar slæmt fluguár (eða gott eftir því hvernig litið er á það) en núna virðist stefna í gott fluguár. Þetta sést á því að það komu hjólför á veginn þegar Þorgeir fór að ljósmynda í morgun. Líka virðist vera að kvikna í jörðinni á vinsælustu flugustöðunum því að strókarnir líkjast helst reyk eða sandfoki. Og þar sem þetta er víst stóra toppfluga sem er svo mikið af, þá heyrist stanslaust suð hvar sem maður er.

Við svona aðstæður kemur sérstæði sveitunga minna vel í ljós. Amk þegar kemur að orðfærinu. Pæluvargur og vargskýla voru orð sem ég kunni ekki fyrir ári. Og ofurfleirtala á orðinu fluga var mér líka ókunn þá; ein fluga, margar flugur, ógeðslega mikil fluga.

En alltaf lærir maður eitthvað nýtt Wink


Vinnublogg

Já, ég er í vinnunni. Alveg svakaleg fyrirmynd og allt það.

Fór í sprengferð suður í gær. Á fund eins og fín manneskja! Skyldi fyrsta starfsmann sumarins einan eftir hjá Þorgeiri, fyrsta vinnudag sumarsins.

Það skeði mikið og margt á fundinum eins og æskilegt er á slíkum samkundum. Eitt af því sem kom fram var hvað sniðugt veðurbloggið hans Einars Sveinbjörnssonar væri fyrir Veðurstofuna. Þegar ég var að berjast við koddann í nótt (svo fj... heitt!!) fór ég að spá hvernig samsvarandi blogg væri frá einhverjum starfsmanni UST. Það væri reyndar af mörgu af taka; pælingar um hvernig yfirvöld í Nikaragúa tækju á þjóðgarðsmálum þar, afhverju þetta eða hitt E efnið væri bannað hér en ekki í Danmörku eða farið yfir hreindýralotto á austurlandi. Þetta mætti allt hengja á fréttir á mbl eða vísi.

Gallinn við slíkt blogg (eða fréttasíðu) væri sá að oft á tíðum þyrfti ansi sterkan penna til að gera greinarnar áhugverða fyrir aðra en matvælafræðinga, landverði eða veiðimenn.

Annars er yndislega heitt. Mætti samt vera minni ský og meiri sól og betra tækifæri til að vera úti í staðinn fyrir að vera hérna inni. Cool


Leiðist

Sit hérna afar dugleg (þannig) og bíð eftir því að klukkan verði 5. Frekar rólegt í Mývatnsstofu í dag en fyrst veðrið er að lagast hlýtur túristabylgjan að skella á hvað úr hverju.

Kvefið virðist hafa látið sig hverfa um helgina og meira að segja látið elskurnar mínar í friði (7, 9, 13) svo núna er ég öll að koma til.

Ég vona bara að sumarveðrið verði til þess að ég fyllist eldmóð í næstu viku og afreki hellings, jafnt í vinnunni sem og heima.

Jess, klukkan er 5!!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband