Færsluflokkur: Bloggar

Go Þorgeir!!

Það var nú fallega gert eða hittþó hjá Icelandair að spilla fjölskyldumótinu hans Þorgeirs. Saga benti mér á fréttina og ég er heyksluð. Og eins og venjulega þykist flugfélagið ekkert bera ábyrgð á fjárhagstjóni sem fólk verður fyrir vegna ákvörðun þeirra.

Ég óska Þorgeiri hins besta í glímunni við risann!


mbl.is Undrandi á framkomu Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara smá

Helgin var viðburðalítil, sem betur fer!

Eftir þessa spennandi viku sem enginn Íslendingur mun gleyma var það ágætt.

Jorrit er byrjaður að vinna og Magni fékk með sér lestrarbók heim. Um einhverja körfuboltastelpu stundi hann. Íþróttaáhuginn er ekki að drepa barnið. Og um stelpu!

Ég skoðaði málið og komst að því að bókin fjallaði um Debbie Black sem er fræg fyrir afburðaleikni í körfubolta og fyrir að vera lítil (fyrir körfuboltamanneskju). Vonandi tekst mér að vekja áhuga drengsins.

Þegar ég var á leiðinni heim eftir spriklið og að koma Magna í rútuna sá ég lagningu mánaðarsins, ef ekki ársins (ef við tökum ekki með bílinn sem "lagði" umhverfis pálmatréð í inngangnum í hverfið um daginn)

dsc00034.jpg Maður verður að hafa gaman af þessu Tounge

Og já: Til hamingju með daginn, elsku mamma mín InLove


Depression....here we come...

 Ég ætla að gera tilraun á morgun: ekki byrja að skoða fréttir og blogg fyrr en eftir hádegi. Þá verður morguninn kannski góður...

eða nei...

Raunveruleikinn breytist víst ekki þó maður frétti ekki af honum. Tréð í skóginum gefur alveg frá sér hljóð þegar það fellur óháð áhorfendum. Og svo er þetta eins og að horfa á bílslys... maður getur bara ekki hætt að horfa. Það hjálpar ekki að í bílnum er ekki bara bláókunnugt fólk.

Og núna er einn enn blaðamannafundurinn, maður fær bara illt í magann.

En það er von. Í þessari grein er þessi setning:

Now, suddenly, everything may be gone, the economy wiped out with the same cataclysmic devastation that was regularly visited on the land by the eruptions and plagues of earlier centuries.

Sem sagt að þetta reddast, á endanum, er það ekki?? FootinMouth


Flugnarækt fyrir froskaræktina

072.jpgÞað er merkilegt hvað sumar ákvarðanir geta leitt mann.

Vegna þess að við ákváðum að taka sumar halakörturnar með okkur suður þá sitjum við allt í einu uppi með 8 litla og gráðuga froska. Ein halakartan er ennþá syndandi og afsaplega hamingjusöm ein í halakörtubúrinu.

Og hvað borða froskar?

Jú, þeir borða allt sem hreyfist og er nógu lítið til að koma inn í munninn á þeim.

Eftir smá rannsóknarvinnu ákváðum við að versla bananaflugur í matinn handa kvikindunum. Meira að segja bananaflugur sem geta ekki flogið því hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín. Við höfum áttað okkur á því 8 froskar geta étið þvílík ósköp af bananaflugum. Fjórar flugur á frosk er ekkert fyrir þessi átvögl.

Svo við fórum í rannsóknarvinnu á ný og núna erum við að gera tilraun með bananaflugnaræktun sem ku vera frekar auðveld. Svo gæludýraræktin vindur upp á sig.

Gallinn við bananaflugur er líka sá að þær eru frekar smáar. Þær eiga það til að sleppa út úr búrinu. Vegna þessa leituðum við í klukkustund í Wal-Mart af flugnaneti. Það fannst í vefnaðarvörudeildinni.

Svo erum við búin að útbúa foss í búrinu þeirra og gróðursetja plöntur til að hafa kósí. En froskunum er næstum sama. Þeir klifa helst upp á brún á bakgrunninum eða á brúnina á búrinu og kúra þar á daginn.

Þeir eru nefnilega trjáfroskar. Okkur var byrjað að gruna það þegar afturfæturnir fengu þessar fínu klifurtær. En um leið að þeir gátu klifrað upp úr vatninu klifruðu þeir upp í rjáfur. Ég las mér til um Karólínska trjáfroska og þeir eru víst gráir amerískir trjáfroskar. Slíkir froskar eru algengir um stóran hluta BNA og í suður hluta Kanada. Afskaplega harðir af sér. Framleiða meira að segja "frostlög" á haustin ef þess þarf.

Þeir geta líka breytt um lit eins og seinna nafnið þeirra segir til um. Einn þeirra hélt sig í horninu á malarbingnum í búrinu á meðan hann var að breytast. Ég hélt að hann hefði depist því að hann var orðinn alveg gulur en nei... hann var bara orðinn alveg eins og mölin á litinn til að fela sig. Svo verða þeir grænleitir þegar þeir sitja á plöntunum og gráir ef þeir eru uppi á kanntinum.


Til að gera langa sögu stutta...

Jorrit náði prófinu!W00t

Siðan seinast...

Núna þegar lífið hjá okkur er að komast í fastari skorður er hugsanlega kominn tími til að sinna blogginu betur.

Ferðin hingað frá Conway tók um 17 klst. Við lögðum af stað kl tvö um daginn og renndum að flugskólanum hér á milli 6 og 7 um morguninn eftir.

Hugmyndin var auðvitað að fara af stað í bítið en þið vitið hvernig það gengur fyrir sig. Bara að hlaða bílinn tók margar klukkustundir. Svo þurfti að kveðja fólk og skila þessu og hinu. Binda dýnurnar á toppinn... Svo kl 2 lögðum við svo loks af stað.

Fyrsti stoppustaðurinn var lítill matsölustaður ekki langt frá Florence. Afleggjari 122 á þjóðveg 95. Place of Paradice Cafe. Við höfðum ekki keyrt svo langt en það gleymdist að borða í óðagotinu við að komast af stað.

Jorrit pantaði sér fullorðna máltíð, grísarif eða eitthvað með meðlæti. Við Magni vorum ekki svo svöng svo við pöntuðum okkur kjúklingasamloku. Þegar maturinn kom á borðið áttum við ekki til orð. Ég hef aldrei fengið kjúklinga"samloku" með beini fyrr. Þetta var grillaður kjúklingur (alveg í mauk) með steiktu sætu brauði og með því.  Þvílíkur matur! Grillið var líka almennilegt, með heilu tré í, ekkert gas neitt!

Svo rúlluðum við út í bíl og af stað.

Þegar bíllinn er hlaðinn upp í rjáfur og þess að auki með tvær dýnur á toppnum er ekki hægt að keyra eins og bavíani. Þess vegna sóttist leiðin frekar hægt. Við stoppuðum við og við til að rétta úr sárum útlimum. Reyndum að sofna einhverstaðar nálægt miðbiki Flórída skaga en það gekk ekki. Ekkert hægt að halla sætum og svoleiðis.

Svo það var frekar þreytt tríó sem rann í hlað við Pelican flugskólann.

 Hún Meg, annar eiganda skólans, sendi okkur á Denni's í morgunmat, og svo tók við íbúðaskoðun, og svo undirskrift leigusamninga, og svo búðarferð fyrir nauðsynjar, og svo að bera inn úr bílnum, og svo henda í ískápinn (sem reyndist bilaður eftir allt saman), og svo borða, og svo búa um, og svo detta í rúmin örmagna.

Næstu dagar fóru næstum eingöngu í  verslunarferðir og útréttingar. Til dæmis fórum við og hreynsuðum út úr IKEA. Ekkert smá notalegt að fara þangað. Eins og Mattias (danskur) sagði: "It is just like coming home!"

Hérna eru nokkrar myndir: 

Flutningar til Flórída

Núna búum við sem sagt að öðrum Lendingar Íbúðum (fengum smá hroll þegar við keyrðum fram hjá skiltinu) en þessar eru aðeins íburðameiri en hinar.

Magni er byrjaður í skólanum, Palm Cove heitir hann. Barnið fer núna með rútubíl. Upplifunin af þessum skóla er nú efni í aðra færslu.

 Halakörturnar fíluðu þessa flutninga alveg í tætlur. Við tókum nokkrar af þeim með okkur og þessar fitnuðu þvílíkt í ferðinni og þegar þær voru færðar í nýtt búr voru þær flestar komnar með smá vísi að afturfótum. Núna er ein alveg orðin froskur og nokkrar í viðbót að fullu að breytast. Halakörtunar/froskarnir eru líka efni í aðra færslu.


Komin með internet

Við erum komin með internet. Við héldum að það myndi komast í gagnið fyrir hádegi í dag en núna (kl 20:30) var það loksins komið.

Ég var búin að lofa að hringa heim um leið og að netið kæmist í lag en því miður verður það að bíða þangað til á morgun. Á degi sem þessum var afskaplega erfitt að bíða með símtalið.

Ég hafði hugsað mér að skrifa helling þegarnetið kæmist í lag en ég hef bara ekki lyst á því í dag. Kannski á morgun þegar ég hef hringt heim.

 


Pakkapakkapakka

Það var tekin ákvörðun og við erum á leiðina til Flórída á morgun!

Það voru víst aungvir 30 dagar sem við fengum. NAIA hafði ekki borgað leiguna og hérna má víst henda fólki út með 5 daga fyrirvara þegar það borgar ekki leiguna. Og NAIA fékk tilkynningunna um útburðinn þann 5. svo þið getið reiknað.

Konan hjá fyrirtækinu sem leigir húsin hélt samt ekki að það yrði gert neitt fyrr en á mánudaginn. En það er samt ekki sérstaklega skemmtileg tilhugsun að eiga von á ofurduglegum starfsmönnum Horry sýslu í heimsókn.

Svo við förum í fyrramálið. 10-12 stunda akstur. 

En ég er samt fegin því það er búið að taka ákvörðun í staðinn fyrir þetta limbó


Mínus og plús

Jæja, hérna er smá update, svo maður sletti aðeins.

Jorrit kom heim áðan, ekkert sérstaklega ánægður. Flugkennarinn hans hafði víst kvittað einhverstaðar vitlaust á plöggin sem nauðsynlegt er að hafa til að fara í próf. Svo: Ekkert próf. Angry

Það er kannski skiljanlegt að Chad hafi ekki alveg hitt á rétta línu á föstudaginn, hann var jú rekinn með 0 dag í uppsagnarfrest þann dag.

En pirrandi samt.

En við erum samt búin að komast að "immediatley" þýðir víst 30 dagar hér um slóðir. Ákveðinn léttir. Við höfum þá tíma til að ná í kassa!


Var ég búin að minnast á skíthæl?

Það komu menn og límdu miða á hurðina hjá okkur í morgun.

Kemur kannski ekki á óvart miðað við uppákomuna seinasta föstudag.

Jorrit er uppi í Cholumbia að taka þetta margumtalaða próf. Hann fór í gærkvöldi, nánast ólesinn og alveg óæfður. Við vonum að góður undirbúningur á "önninni" skili sér. Helgin fór nefnilega öll í að greiða úr flækjunni sem heiðursmaðurinn Benjamin Creel hafði verið að dunda sér við að skapa seinustu misserin.

Loksins var komið nokkurskonar plan: Jorrit í próf á vélinni "sinni" í dag. Aðrir eiga eftir að fara í próf á henni á næstu dögum. Vélin verður geymd á Myrtle Beach. Jorrit var búinn að redda flugkennslu fyrir hin minni prófin. Gæti klárað þau í vikunni. Og svo myndum við fara suður um helgina.

En svo kemur þessi miði.

Dagsettur 8. september sem var í gær hér alveg eins og annars staðar.

Á honum stendur að NAIA hafi fengið tilkynningu um útburð þann 5. sept vegna ógreiddrar leigu. Og "núna", þann 8. sept, ætti að bera okkur flugnemana út "immediatley"!

Einhvern vegin gleymdi Benni elskan að minnast á þetta smáatriði við okkur. En greyið, hann hefur nú gleymt svo mörgu undanfarið, sérstaklega ef það snéri að peningum, þannig að honum er nú vorkunn... NOT!

Annars er löggan búin að vera við flugskólann alla helgina og var þar í gær. Varla hafa þeir áhyggjur af hitabeltisstormum svo sú afsökun heldur ekki vatni lengur. Greyið Benni veit sennilega upp á sig sökina og vill ekki að neinn skemmi sig. En margur heldur mig sig, því að ég hef nú ekki heyrt um nokkurn áhuga á að endurhanna andlitið á Creel. Hugsanlega vegna þess að þá þyrfti viðkomandi að koma við manninn og hverjum langar til þess?

En núna er ég að reyna að ná í konuna sem veit allt um málið hjá leigjandafyrirtækinu. Og Jorrit er í flugprófi í allan dag og ég er ekki viss um að það geri nokkurt gagn að hrekkja hann með þessu nýjasta gleðiefni.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband