Færsluflokkur: Bloggar

Ja, hvað á ég að segja?

Hanna renndi framhjá í nótt.

Við bjuggumst við hinu versta. Færðum rúmið hans Magna frá gluggum og vorum þess albúin að færa okkur á öruggari stað í húsinu ef vindurinn yrði óhuggulegur.

Það ringdi nú töluvert. 7-8 tommur miðaðconway_015.jpg við lokal-blaðið sem er dágóður partur af ársúrkomu heima. Myndin sýnir Lake NAIA sem myndast stundum við flugvöllinn en yfirleitt ekki svona glæsilega.

En vindurinn... Jorrit sagði í morgun að hann hefði verið svona svipaður og á góðum sumardegi á Hveravöllum.

We are not impressed!

Þá er bara að brenna niður til Flórída og heilsa upp á Ike þegar hann brunar í land eftir helgi!

Ég held nú án gríns að það blási aðeins meira frá honum.

Og:

Til hamingju með afmælið Hrafnkell Myrkvi!!!

 


mbl.is Hanna komin til Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harðsnúna Hannah og aðrar hamfarir í Lendingabúðum.

Hanna virðist vera orðin nokkuð ákveðin í að koma í kaffi hjá okkur. Verst er að hún skuli vera svona blaut og vilja endilega koma snemma á laugadagsmorgun (fyrir Jorrit) eða á aðfaranótt laugadags (fyrir mig).

Hún verður líklega "aðeins" sterk hitabeltislægð þegar hún kemur en eins og fylkistjórinn sagði í gær: Það er lítill munur á aumingjalegum fellibyl og duglegri hitabeltislægð.

Hún er akkúrat núna að malla á sínum 20 mph austur af fylkismörkum Florída og Georgíu (í BNA ekki hinn, svona er fólk er með landafræðiþekkingu á við suma sem lesa cnn.com). Svona frekar til upplýsingar fyrir veðurfríkin: Hanna heldur uppi meðalvindhraða í kringum 100 km/klst (tæplega 28 m/s) og er um 980 millibör. Upplýsingarnar fæ ég héðan. Það sem gerir hana svona spennandi er rigningin og það að húsnæði hér um slóðir er kannski dulítið léttvægara en við eigum að venjast heima.

Svo er það næsta skemmtun: Ike.

Ike er lítill en afskaplega duglegur fellibylur. Það er búist við honum til Flórída rétt eftir helgina. Og svo ætlar hann að smella sér norður eftir ströndinni.

En fyrst ætlar hann auðvitað að kíkja aðeins á Bahamaeyjar! Fellibylur getur ekki verið þekktur fyrir annað þetta haustið. Ég gerðist nefnilega sek um að gleyma þessum litlu í seinustu færslu. Sem er náttúrulega algerlega hneysa fyrir konu á mínu kaleberi!

Aumingja Bahamabúar hafa nefnilega aldeilis fengið að kenna á því! Ef það verður söfnun á Íslandi fyrir þetta fólk, mæli ég með að taka þátt. Það á enginn að þurfa að upplifa 4 fellibylji á sama mánuðinum! Og kannski ná þau 5 því hún Jósafína er að snyrta sig undan strönd Afríku.

En að öðrum hamförum:

Jorrit fékk upphringingu í morgun þar sem Lyn (einn ritarinn í flugskólanum) boðaði hann á fund kl: 12. Þá ætlaði eigandi flugskólans að tilkynna eitthvað. Það að maðurinn ætli að tala við einn eða neinn er nú saga til næsta bæjar því hann hefur víst falið sig á skrifstofunni seinustu vikurnar.

"Ef hann er með byssu, forðaðu þér" spaugaði ég í Jorrit þegar hann fór.

Haha!

Maðurinn var nú ekki með byssu, en flugvallarlögreglan sem var á fundinum var með svoleiðis.

Jorrit kom við annan mann af fundinum víbrandi af reiði.

Gaurinn tilkynnti nemendum og starfsfólki að hér og nú væri skólanum lokað. Bara sí svona!

Yfirflugkennarinn fyrir evrópsku nemendurnar fór héðan til Flórída í gær. Hann vissi ekki neitt. Starfsfólkið vissi ekki neitt. Flugvallarlögreglan vissi um lokuna fyrr en þetta fólk. Hún var á staðnum ef ske kynni að ungu evrópubúarnir myndu sýna vanþóknun sína í verki (og vegna Hönnu).

Líklega vissi eigandi íbúðanna um lokunina fyrir amk viku síðan. Það voru festar upp tilkynningar um afleiðingar þess að skemma íbúðirnar þann 26. ágúst. Í tilkynningunni stóð: 

"The purpose of the Memo is the insure that NAJA Students residing at The Landing Apartments are properly notified of their direct liability concerning apartment damages. ... We hope thes is never an issue. However, it has come to our attention that this could become an issue..."

Hmm, hugsaði ég þegar ég las þetta. Af hverju er þetta allt í einu orðuð vandamál? Pínu skrítið orðalag.

En núna er ég svo miklu vitrari!

Svona til að gera stöðuna aðeins súrari: Jorrit á að fara í flugprófið mikla á þriðjudaginn en það verður ekki hægt að leigja flugvél eftir helgi til að fara í prófið!! Þannig að eigandinn náði líka Jorrit sem er þó nánast alveg búinn í skólanum. Glæsilegt!Angry

Jorrit er núna redda flugvél í Charlotte, vonandi gengur það.

Og já,

Það er byrjað að rigna... Hanna er að koma.

Nammi, vatn og bækur

Við fórum á stjá í gær í tilefni af hugsanlega komu Hönnuh.

Þegar birgðarstaða heimilisins var tekin kom í ljós að það væri best að versla smá. Sérstaklega vatn og svoleiðis.

Við byrjuðum reyndar á öðruvísi nauðsynjum og fundum Books-A-Million rétt hjá Berfoot landing. Nánast allt lesefni var gengið til þurrðar og það er alvarlegt mál! Ekki getum við farið að tala hvort við annað eða eitthvað! Tounge

Þessi bókabúð er alveg ágæt. Auðvitað nánast alveg eins og Books-A-Million í Charleston en samt fín. Við náðum amk að eyða 120 dollurum en fengum smá afslátt því að við keyptum afsláttarkort. Mér sýnist það ekki veita af!

Við fundum nokkrar skáldsögur, sögu Thor Heyerdahl um ferðina yfir Kyrrahafið, 3 barnabækur (Ofurbrók og ævintýri) og ég féll í freisni og verslaði "Experdition to Castle Ravenloft". Það er aldrei að vita...

Svo fórum við og tókum smá hring á Berfoot landing. Við fundum nokkra mynjagripi og smmáá nammi. Við fundum svona fudge í einni búð. Það var svona tilboð. 4 fudge sneiðar (kannski svona 300 gr hver) á verði 2ja. Þar sem við gátum alveg hugsað okkur að kaupa tvær kom upp í okkur smá græðgi. Svo núna eigum við endalaust mikið af fudge. Blush

Svo fórum við á hamborgarastaðinn, þann sama og seinast. Hún Jelena frá Serbíu þjónaði okkur til borðs. Ég spurði hana út í allt austantjaldsfólkið sem væri að vinna á þessum stöðum. Þá er þetta eitthvað skiptinemaprógramsem er í gangi. Þau fara í skóla, svo vinna þau þarna, dansa smá, og fara svo heim.

Við sátum úti því að það var alltof heitt inni. Þegar við vorum komin langt með máltíðina fengum við óvæntan gest við borðið. Ungur spörfugl (líklega einhverkonar hrafnfugl) lenti á stólbaki við borðið, greinilega alveg tilbúinn til að stökkva á frönskurnar okkar. Fuglinum brá nokkuð við að sjá okkur og flögraði upp á sólhlífina við hliðina á okkur. Jorrit henti í hann frönsku (já ég veit, ég hefði skammast heima) sem sá stutti tók með ánægju. Því miður náðum við ekki myndum af fuglinum né systkynum hans en þau voru frekar fyndin að fylgjast með.

Eftir matinn fórum við og versluðum smá taffy. Bara smá. Halo

Þegar við komum í Wal-mart fór maður að finna áhrif Hönnuh. Löngu áður en óveðrið fer feykja til hári fólks er það byrjað að feykja til í huga Þess. Konan sem var að fylla á vatnið benti okkur á að taka bara heilann kassa. Hún hafði ekki undann að fylla á og uppáhalds vatnið okkar var búið.

Annars tók ég eftir að Halloween-nammið er komið fram í hillur. Ekki ráð fyrr en í tíma sé tekið!

 



Þar sem blautir vindar blása

Ég myndi ekki vilja búa á Kúbu núna.

Hvert óveðrið eftir annað gengur yfir eyjunna. Fay, svo Gustav, núna er Hannah að munda sig við ströndina. Og svo er einhver Ike að bruna yfir Atlandshafið. Eyjabúar munu verða orðnir góðir í stafróinu ef heldur áfram sem horfir.

 Þessar fellibyljaspár eru samt svolítið á reiki. Svo virðist sem veðurfræðingarnir hendi bara spásteinum upp í loftið og lesi úr þeim. Eða kíki í bolla. Með Gustav voru þeir bara vissir um að hann færi áfram, svona þannig lagað, amk ekki afturábak.

Ég hugga mig aðeins við þetta, nú þegar spár segja að Hannah (sem núna dettur úr og í að vera 1. stigs fellibylur) muni hugsanlega renna sér norður eftir Flórída og taka land í Georgíu eða Suður Karólínu. Veðurfræðingurinn sem við vorum að horfa á áðan vildi helst veðja á einhverstaðar á milli Georgetown og Myrtle Beach. Hérna má sjá hvað ég er að tala um: View Larger Map (Þið þurfið að skrolla aðeins inn til að sjá).

Ég vona bara að Jorrit komist í próf fyrir þessi óskup öll því að það er víst ekkert sérstakt flugveður við þessar aðstæður.

Svo er alltaf séns á að Hannah sleppi alveg því að koma við hjá okkur og fari bara beinustu leið heim til ykkar Devil

Ef það kemur gott rok eftir svona 10 daga þá vitið þið hvaðan það kemur.

 

 


Moskítóflugur: 12, Ég: 0

Við fórum aðeins í verlsunarferð í gær. Fundum ekki það sem við vorum að leita að en á leiðinni til baka ákváðum við að skoða þetta "Historic Down Town" sem er auglýst út um allt í Conway. Asnalegt að fara án þess að skoða það eina sem gæti verið merkilegt í þessum bæ.

conway_003.jpgVið fundum einhverja göngubrú og smábátahöfn við Waccamaw ánna sem er áin sem liggur með fram bænum. Þar var líka smá grasa (trá) garður. Pínu sætt en agalega stutt í eitthvað sem er ljótt og niðurnýtt.

Á leiðinni heim fór mér að klæja í fæturnar. Þegar heim var komið taldi ég 12 moskítóbit á löppunum á mér! Það er meira hvað flugunum finnst blóðið í mér heillandi! Eitthvað annað en flugurnar í Mývatnssveit.

Kosturinn er þó að svo virðist að ég virðist veita Jorrit og Magna smá vörn því þeir fengu ekki eina stungu. Samt var Magni í stuttbuxum. 


LOKSINS!!!

Jorrit kom frekar kampakátur heim áðan. Kennarinn hans ætlar að senda inn beiðni um að senda hann í próf.

Þetta þýðir að það hyllir loksins undir að við getum farið að hugsa okkur til hreyfings!!


Sitt lítið

Það hafa nú ekki neinir sérstakir hlutir gerst seinustu daga.

Við fórum í búðir og fundum svolítið af fötum. Þegar við vorum að ganga á milli tveggja þeirra hittum við lítinn strák sem var að bíða með pabba sínum. Stráksi horfði upp eftir Jorrit stórum augum og stundi: "This man is HUGE!!". Þetta var svo innilegt hjá honum að ég gat ekki annað en hlegið.

Halakörturnar stækka dag frá degi og eru orðnar ansi pattarlegar. Við Magni sáum tvær þeirra borða núna áðan en fram að þessu hafa þær farið mjög leynt með slíkt. Kálið á vatninu hefur jú horfið smá saman, þær hafa stækkað en ekki fækkað svo þær hljóta að narta í matinn sinn einhvern tíman.

Ég tók mig til og hreynsaði búrið þeirra um daginn. Þær voru ekki allveg að fíla mig þá en þegar allar voru komnar undan steinum og kálblöðum taldi ég 18. Það var talan sem Magni kastaði á þær um daginn.

Magni fékk sér tölvupóstfang í gær. Agalega fullorðinslegt. Frænkurnar sendu honum póst í gær, honum til mikillar ánægju. Núna situr hann sveittur við að svara þeim. Það reynir á en hvað gerir maður ekki fyrir frænkur sínar! 


Amphibians

Eins og hefur komið fram eru nú á heimilinu amk 14 nýjir einstaklingar.

Halakörtur 006Þeir eru núna kannski rúmlega sentimeter á lengd og grænir.

Halakörturnar virðast dafna vel. Misvel því það er núna svolítill stærðarmunur á þeim. Ég veit ekki af hverju. Eftir að hafa lesið mér til á netinu hef ég saxað niður og fryst salat (svona tilbúið í pokum, ef það er hæft til manneldis hlýtur að vera búið að skola af því mesta eitrið) og stráð því svo í dallinn sem þær lifa í. Þannig á salatið að vera nægilega mjúkt og þægilegt fyrir ungviðið.

Ég sé kvikindin aldrei éta, en þær stækka samt helling. Og þeim hefur ekki fækkað áberandi né hafa þær drepist ennþá. Þær hanga bara utan á steinunum á botninum eða á hliðunum á dallinum. Dreg þá ályktun að þær hljóti að laumast í bita þegar ég sé ekki til.

En allavega eru þær voðaleg krútt.

 


Dýrasögur

Fyrir óreynda íslendinga, eins og Magna og mig, er Suður Karólína alveg vaðandi í allskonar kvikindum.

Allskonar skorkvikindi, köngulær og þesslags eru út um allt.

Fuglarnir eru náttúrulega færri en það sem við eigum að venjast, en fleiri tegundir. Núna eru kanadagæsirnar td nánast búnar að taka yfir flugvöllinn. Þær eru örugglega búnar að sjá að völlurinn væri ekki nægilega nýttur undir vélfuglaflugæfingar. Gammar hnita hringa yfir okkur, og skógardúfur hoppa í kringum okkur.  Við heyrum í ránfuglum í skóginum og Blue Jay-fuglar hreiðra um sig í trjánum.

Það er allt vaðandi í villiköttum. Þeir eru nú ekki komnir af villiköttum í langferðartali því þeir eru hvítir, svartir og bröndóttir. Reyndar frekar margir hvítir, kannski var einhverskonar hvítur Greebo á svæðinu. Þeir eru ekki mjög krúttlegir, margir hverjir. Frekar horaðir oft og aumingjalegir. Í skóginum er víst White tail deer. Þvottabirnir og pokarottur finnast hérna víst líka.

Svo eru það skriðdýrin og froskdýrin.

Hérna er víst urmull af þeim. Við Magni sáum grænan grassnák um daginn. Alveg agalega grænan! Við Jorrit sáum um daginn einhvern svartan og rauðan um daginn og í dag sáum við eins og hálfsmetra langan King snake. Og auðvitað var engin myndavél til staðar í öll þessi skipti.

Á leiðinni í flugskólann gengum við Jorrit fram á agnarsmáa svaka græna eðlu. Engin myndavél.

 Fyrir utan græna trjáfroskinn um daginn erum við búin að sjá körtur og þvílíkan helling af halakörtum.

Um daginn fórum við Magni í göngutúr, veiddum upp nokkur froskaegg og núna eru þau að klekjast út. Þær eru agalega sætar svona eins og ponsulitlir fiskar syndandi í plastdallinum sínum. Vonandi verða þær ekki fyrir einhverjum alvarlegum skakkaföllum. Við ætlum reyndar ekki að eiga þær lengi því þegar þær verða stórar höfum við ekki nægilega góðar græjur til að halda þær. En þetta er mjög áhugavert fyrir okkur mörlandana.


Snilldar veður!

Ójá! Það er rigning og bara svona 23 stiga hiti. Svo hressandi!

Jorrit skilur ekkert hvað ég er kát með ástandið.

Ég vildi bara að ég ætti stígvél hérna því þá væri ég sko farin í göngutúr. Hugsa að ég fari bara samt og verði alveg rennblaut. Tilhugsunin með að geta gengið úti um miðjan dag án þess að drepast úr hita eða verða étin af moskító er bara nánast ómótstæðileg!

Við fórum aftur til Charleston í gær. Jorrit og Magnir voru nefnilega búnir að finna svona hersafn, með kafbát, herskipi og flugmóðurskipi, og gátu ekki fundið ró í sínum beinum fyrr en við værum búin að heimsækja staðinn. Svo við brenndum af stað um leið að Jorrit var búinn að fljúga í gær.

Þetta var hið áhugaverðasta safn. Eldgamlir uppgjafarhermenn voru safnverðir og það var tekin af okkur mynd þar sem flugmóðurskipið var í bakgrunni. Og svo mátti ganga um  skipin og ómægod hvað flugmóðurskipið var stórt! Í því voru 4 eða 5 "gönguleiðir" hingað og þangað um skipið. Þar voru líka nokkrar gamlar flugvélar, bæði inní og ofan á skipinu. Þar hitti Jorrit uppáhaldið sitt, F14 Tomcat.

Gömlu mennirnir gáfu Magna veggspjald af tilefni þess að hann var milljónasti gesturinn (amk skildi ég þá þannig).

Ég tók ekkert sérstaklega margar myndir þar sem batteríið kláraðist næstum á Kirkjurnar (sjá neðar).

Ferð til Patriot Point

 

Magni var æstastur yfir kafbátnum og var frekar kátur með hvað hann átti auðvelt með að ferðast um hann. Ekki mikið pláss!

Þegar við vorum búin þarna fórum við niður í bæinn og fundum Body Shop og Pitsustað. 

 Ég náði núna að taka myndir af kirkjunum sem eru við þjóðveginn í gegnum Georgetown. Ég er sérstaklega hrifin af kirkju nr 2 sem er sérstaklega lekkert.

 

Kirkjur í Georgetown

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband