Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
Smá myndir
28.9.2007 | 19:43
Ég tók myndir af skýjunum í morgun. Ekki nærri eins skrítin en í gær. Linsuskýin eru þó ennþá til staðar.
Svo tók ég mynd af Havaii rósinni minni sem tók upp á því að blómstra rétt í því sem ég ætlaði að klippa hana niður. Þetta eru svokölluð örskotsblóm þannig að maður verður að hafa hraðar hendur til að ná mynd.
Annars er Ragna systir í heimsókn hjá okkur mæðginum. Magni ætlar að baka handa henni köku á eftir en fyrst þarf hann að ræða lego við hana
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fullur máni
27.9.2007 | 23:21
Kjetkrókur stal hangikjötslæri úr Strax í dag. Hann flúði búðina á harðahlaupum og grýtti þýfinu svo inn um dyrnar á Mývatnsstofu þegar það fór að síga í.
Málið var settlað á milli Mývatnsstofu og Strax enda voru allir sammála um að Kjetkróki sé ekki alltaf sjálfrátt þegar kemur að góðu hangikjötslæri. Hann er haldin svokallaðri lærisfíkn.
Líklegt er að þjófurinn sé núna niðurkominn í helli einhvers staðar í Dimmuborgum sem hann sefur vonandi fram í aðventu. Endilega gangið hljóðlega um Dimmuborgir þangað til.
Annað sem markvert var í dag var himininn. Hann var nefnilega málaður í dag. Af listamanni sem kunni ekki almennilega á þrívídd. En hafði afskaplega merkilegt litaskyn.
Eða svo virtist
Og svo var máninn blindfullur í kvöld.
Es. Myndin hér við hliðina er ekki síðan í dag en sýnir svipað skýjafar bara ekki eins magnað og í dag.
Ees. Vegna áskorana: Jorrit tók annað prófið sitt í dag og gekk alveg agalega vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Harðjaxl
23.9.2007 | 15:35
Nú er úti veður vont... og er að versna.
Auminga úllarnir sem detta inn til mín eru eins og hundar af sundi en reyna flestir að bera sig vel.
Sumir eru betri í því en aðrir.
Harðjaxl dagsins, vikunnar, mánaðarins og jafnvel sumarsins er án efa Paul.
Hann er búinn að hrekjast um Leirhnjúkssvæðið ásamt föruneyti seinustu 2 vikunnar. Í dag komu þau óvenju snemma niður af hnjúknum og heilsuðu upp á mig. Paul nú ekki sá hressasti en það má varla búast við því í þessu veðri. Þegar hópurinn var búinn að spjalla í dágóða stund spyr Paul mig hvort ég eigi nokkuð plástur.
Þá tek ég eftir að hann hafði vafið einhverju um hendina á sér og er að rífa það af á meðan hann fer bak við. Ég elti, agalega forvitin auðvitað, og kíki framhjá öxlinni á honum. Við mér blasir þessi líka skurður á handabakinu á honum. Ég hef ekki séð annað eins síðan að Bjarkey frænka þrusaði heygafflinum í gegn um ristina á sér um árið.
Ég svitnaði og grænkaði en hafði það samt af (með töluverðu fumi nb) að búa aftur um sárið og sannfæra manninn um að fara til læknis. Þurfti reyndar ekki mikið til, held ég. Hringdi svo á vaktlækni á Húsavík, svona fyrst Paul gat nú ekki beðið með að slasa sig á skrifstofutíma.
Mér skilst að læknirinn hafi náð að bródera ein 4 spor í manninn sem er alveg ágætt.
Ég er líka öll að koma til. Ógleðin er öll að lagast og seiðingurinn í handarbökunum að minnka. En ugh, ef eitthvað er til þess fallið til þess að núlla blóðþrýstinginn á mér þá er það að sjá inn í kjöt á fólki.
Ég veit alveg að allir eru eins við beinið en ég þarf ekki að sjá það!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Aðeins að apa eftir
22.9.2007 | 12:21
You Are Miss Piggy |
A total princess and diva, you're totally in charge - even if people don't know it. You want to be loved, adored, and worshiped. And you won't settle for anything less. You're going to be a total star, and you won't let any of the "little people" get in your way. Just remember, piggy, never eat more than you can lift! |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ímyndarvandi Elvu
21.9.2007 | 16:45
Ég á við ímyndarvanda að stríða.
Hann felst í því að tölvan mín nær ekki að ná sambandi við vefmyndavélar annara tölva. Sem þýddi til skamms tíma að þó minn heittelskaði gæti séð mig í rósrauðum bjarma í gegnum veraldarvefinn gat ég ekki séð hann.
Lengi vel héldum við að vandinn lægi hans megin. Þegar það kom í ljós að engin vandamál virtust vera fyrir aðra að virða andlit hans beindist grunur að Blánni.
Þannig að Bláin fór með mér í vinnuna í dag. Eftir hellings vesen með tæki og hugbúnað tókst mér að prófa hvort vinnutölvan gæti sýnt vangasvip á mér í gegnum MSN á meðan Bláin gæti sýnt andlit mitt að framan.
Það gekk að sjálfsögðu ekki!
Jorrit kom online og staðfesti að hann gæti, eftir sem áður, horft á mig pirrast.
Svo datt mér annað í hug. Prófa Skype!
Jú, í gegnum Skype gat ég loksins tékkað á því hvort Jorrit rakaði sig reglulega og allt það. Mikil gleði og mikið gaman!
En að sjálfsögðu gat Jorrit ekki séð mig á Skype.
Þannig að við spjölluðum stuttlega í gegnum Skype, með vefmyndavélina hans í gangi þar, og svo í gegnum MSN með vefmyndavélina mína í gangi þar.
Erum við ekki sniðug?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aðeins of mikið frumkvæði
19.9.2007 | 22:12
Sonur minn hringdi í mig í dag. Það skeður ekki oft og hann þurfti endilega að gera það á þegar ég var í miðjum fyrirlestri um menn og náttúru Mývatns.
Ég þorði ekki annað en að svara og spurja skjálfandi röddu hvort nokkuð væri að. Bjóst alveg eins við táraflóði en hann bar sig ágætlega og sagðist alveg geta beðið aðeins.
Ég kláraði fyrirlesturinn aðeins stressuð en stökk á símann um leið og fólkið var horfið úr dyrunum.
Og hvað var erindið?
Jú, Magni og vinur hans höfðu verið að skipuleggja félagslíf sitt. Gleymdu bara að láta alla vita. Þannig nú var vinurinn í heimsókn og enginn fullorðinn að fylgjast með þeim félögum.
Sem betur fer hafði vinurinn látið sína forráðamenn vita að hann hugðist ekki koma heim til sín eftir skóla, og hvert mætti sækja hann þegar þau söknuðu hans.
Ég veit, ég veit, bölvað vesen þessir foreldrar sem þurfa alltaf að vita allt!!
Ég lokaði sjoppunni í nokkrar mínútur og brá mér aðeins heim. Þeir voru svona frekar niðurlútir drengirnir.
Við Magni ræddum málið aðeins í kvöld og urðum sammála um að það væri best að mamma væri höfð með í ráðum næst. Og það hafi verið gaman að fá vininn í heimsókn þrátt fyrir allt.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Krúnk krúnk
18.9.2007 | 19:47
Þegar ég var að ganga heim úr vinnunni í dag kváðu við tveir skothvellir. Eða ég held að það hafi verið skothvellir. Ég sá svo sem engan veiðimann. Ég vona bara að það hafi ekki verið einn af dýrasiðferðissérfræðingunum að freta á krummana sem hafa verið að skemmta sér í uppsteyminu við hæðina hliðina á þorpinu.
Mér finnst krummar skemmtilegir fuglar og að sjá þessa félaga snúa sér og vinda í vindinum hefur farið alveg ágætlega í mig.
En hrafnar eru með þeim ósköpum gerðir að þeir hafa aldrei kynnt sér mannlegar siðferðisreglur, sérstaklega þær sem snúa að hvernig maður finnur sér næringu. Þeir eru til dæmis ekki mikið að fetta tær út í það hvort maturinn sé enn á hreyfingu eða hvort hann hafi verið dauður mánuðum saman. Matur er matur og hann á að borða, svona ef fugl nær honum.
Þetta hefur ekki gert þá vinsæla á meðal bænda sem hneykslast á skorti á siðferði fuglanna.
Svo eru þeir líka ekki nógu sætir, svartir sem þykir ekki nægilega krúttlegt.
Þeir ættu kannski að fá sér PR-gaurinn sem höfrungarnir hafa? Höfrungar sem geta leyft sér að vera ótrúlega andstyggilegir og alltaf verið jafn sætir.
Það þarf varla að taka fram að krummar eru ekki vinsælir hér um slóðir, svona nánast eins óvinsælir og tófan en þó skárri en minkurinn.
En það fer alltaf ákaflega í taugarnar á mér þegar fólk vill láta skjóta þá vegna þess að þeir séu svo vondir fuglar.
Þetta er oft sama fólkið sem vilja banna fólki að kalla hundana sína stráka og stelpur. Því að það má ekki gera dýrum mannlega eiginleika.
Hmm...
En kannski voru þetta ekkert skothvellir bara eitthvað annað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Svona svo þið vitið þetta:
15.9.2007 | 21:33
Your Brain is Purple |
Of all the brain types, yours is the most idealistic. You tend to think wild, amazing thoughts. Your dreams and fantasies are intense. Your thoughts are creative, inventive, and without boundaries. You tend to spend a lot of time thinking of fictional people and places - or a very different life for yourself. |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ik leert Nederlands
14.9.2007 | 21:23
en er samt bara komin á 3ju lexíu í rauðu bókinni þannig að ég veit ekki ennþá hvort sögnin að læra sé eins þegar maður talar um sjálfan sig eða um aðra.
Ég held samt barasta að hollenska sé málið. Amk miðað við það fólk sem ég hitti í vinnunni þessa dagana. Eintómir Hollendingar! Og í dag komu meira að segja mállaust (lesist: kunni ekki ensku né íslensku) hollenskt par og ruddu yfir mig heilu setningunum. Mállausir Hollendingar er nánast óþekktir hér um slóðir. Það er svo slæmt fyrir viðskiptin, er mér sagt.
Þetta voru indælis eldri hjón sem höfðu svo miklar áhyggjur af færðinni og það hefði verið svo ágætt að geta tjáð mig amk smá við þau. En þetta reddaðist nú allt á endanum og sólin bræddi þeim leið til Egilsstaða um hádegisbil.
Annars var afskaplega fínt og fallegt veður í dag. Lund fólks var líka mun léttari. Það hefur svo góð áhrif á skapið að þurfa ekki að hnipra sig saman á móti vindinum og píra augun útaf sól en ekki hraglanda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Luvlí
13.9.2007 | 16:24
Algerlega væri ég til í að vera sunnar á jarðarkringlunni í dag! Brr
Gæti látið mig hafa óheilbrigðar 30 gráður og krabbameinsvaldandi sól.
Það er rok með meiru og snjókomukrapavibbi úti.
Eitthvað bilað lið sem vill komast til Öskju.
Verst að það er örugglega bilaðra lið sem spyr ekki einu sinni!
En öll él stytta upp um síðir og á morgun verður örugglega orðið fært til að moka þessa vitleysinga upp úr sköflunum.
Læt fylgja eina tákræna mynd. Svona ef fólki vantar eina til að ná stemmingunni á rétt ról
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)