Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Seinast komust fleiri að en vildu...
30.9.2008 | 16:15
?
Þetta sagði hann Matti í Popplandi rétt áðan. Hann var að fjalla um tónleika hjá Hvanndalsbræðrum. Gullkorn, gullkorn sem léttir manni sannarlega lífið þegar lesið er í gegnum fjármálafréttir heima og hér.
Þær fregnir eru sko allt annað en fyndnar! Peningarnir mínir eru að engu orðnir frekar en annara sem eru erlendis á íslenskum sjóðum. Bankinn minn aftur orðinn ríkiseign.
Ég vona að Jorrit nái þessu fj***** prófi svo hann geti farið að þéna pening (fínt væri er hann fengi útborgað í evrum, miðað við ástandið hér). Ótrúlega ófeminíst eitthvað en hvað um það.
Svo er allt að fara á hliðina hér líka. Fína reddingin hans Bush gekk víst eitthvað þversum ofan í þingheim. Hugsanlega skiljanlegt þegar annar flokkurinn stendur fyrir minnkuð ríkisafskipti (svona í teóríunni, praxis er erfiðara: allir þessir vinir þið vitið) og hinn er á móti því að styðja aðeins við fyrirtæki og eignamenn (ég hef meiri samúð með málstað þeirra, verandi öfgavinstrisinni vegna skandinavísks uppeldis. Þess vegna man ég ekki eins vel eftir göllunum en þeir eru örugglega til staðar). Og kostningar rétt handan við hornið.
Heimsendakenndar yfirlýsingar skella á augunum á mér. Gjaldþrot og gengislækkanir. Það vantar bara flóð (það hefur reyndar ringt svolítið mikið hér seinustu daga. Ég held að það sé samt bara eðlilegt) eldgos og stríð. En við höfum þó hana Palin sem ku trúa á seinustu daga. Hún gæti reddað þessu fyrir okkur ef þegnar þessa lands láta glepjast á kjördag.
Andkapítalískar hugsanir bærast innra með mér. Svona fer þegar peningarnir fá að vinna óáreittir. Pappír hefur seint verið talinn gáfaður eða vitur en það sem stendur á honum hefur fengið fólk til að gera bæði góða og slæma hluti. Áprentanir á peningaseðlum eiga það til að draga það versta fram í sumum.
Ég vona bara að Hvanndalsbræður séu ekki að ræna fólki til að neyða það á tónleika hjá sér. Enda væri það þvílíka leiðinlega fólkið sem myndi ekki vilja á tónleika hjá þeim.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Siðan seinast...
27.9.2008 | 00:05
Núna þegar lífið hjá okkur er að komast í fastari skorður er hugsanlega kominn tími til að sinna blogginu betur.
Ferðin hingað frá Conway tók um 17 klst. Við lögðum af stað kl tvö um daginn og renndum að flugskólanum hér á milli 6 og 7 um morguninn eftir.
Hugmyndin var auðvitað að fara af stað í bítið en þið vitið hvernig það gengur fyrir sig. Bara að hlaða bílinn tók margar klukkustundir. Svo þurfti að kveðja fólk og skila þessu og hinu. Binda dýnurnar á toppinn... Svo kl 2 lögðum við svo loks af stað.
Fyrsti stoppustaðurinn var lítill matsölustaður ekki langt frá Florence. Afleggjari 122 á þjóðveg 95. Place of Paradice Cafe. Við höfðum ekki keyrt svo langt en það gleymdist að borða í óðagotinu við að komast af stað.
Jorrit pantaði sér fullorðna máltíð, grísarif eða eitthvað með meðlæti. Við Magni vorum ekki svo svöng svo við pöntuðum okkur kjúklingasamloku. Þegar maturinn kom á borðið áttum við ekki til orð. Ég hef aldrei fengið kjúklinga"samloku" með beini fyrr. Þetta var grillaður kjúklingur (alveg í mauk) með steiktu sætu brauði og með því. Þvílíkur matur! Grillið var líka almennilegt, með heilu tré í, ekkert gas neitt!
Svo rúlluðum við út í bíl og af stað.
Þegar bíllinn er hlaðinn upp í rjáfur og þess að auki með tvær dýnur á toppnum er ekki hægt að keyra eins og bavíani. Þess vegna sóttist leiðin frekar hægt. Við stoppuðum við og við til að rétta úr sárum útlimum. Reyndum að sofna einhverstaðar nálægt miðbiki Flórída skaga en það gekk ekki. Ekkert hægt að halla sætum og svoleiðis.
Svo það var frekar þreytt tríó sem rann í hlað við Pelican flugskólann.
Hún Meg, annar eiganda skólans, sendi okkur á Denni's í morgunmat, og svo tók við íbúðaskoðun, og svo undirskrift leigusamninga, og svo búðarferð fyrir nauðsynjar, og svo að bera inn úr bílnum, og svo henda í ískápinn (sem reyndist bilaður eftir allt saman), og svo borða, og svo búa um, og svo detta í rúmin örmagna.
Næstu dagar fóru næstum eingöngu í verslunarferðir og útréttingar. Til dæmis fórum við og hreynsuðum út úr IKEA. Ekkert smá notalegt að fara þangað. Eins og Mattias (danskur) sagði: "It is just like coming home!"
Hérna eru nokkrar myndir:
Flutningar til Flórída |
Núna búum við sem sagt að öðrum Lendingar Íbúðum (fengum smá hroll þegar við keyrðum fram hjá skiltinu) en þessar eru aðeins íburðameiri en hinar.
Magni er byrjaður í skólanum, Palm Cove heitir hann. Barnið fer núna með rútubíl. Upplifunin af þessum skóla er nú efni í aðra færslu.
Halakörturnar fíluðu þessa flutninga alveg í tætlur. Við tókum nokkrar af þeim með okkur og þessar fitnuðu þvílíkt í ferðinni og þegar þær voru færðar í nýtt búr voru þær flestar komnar með smá vísi að afturfótum. Núna er ein alveg orðin froskur og nokkrar í viðbót að fullu að breytast. Halakörtunar/froskarnir eru líka efni í aðra færslu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Komin með internet
24.9.2008 | 00:43
Við erum komin með internet. Við héldum að það myndi komast í gagnið fyrir hádegi í dag en núna (kl 20:30) var það loksins komið.
Ég var búin að lofa að hringa heim um leið og að netið kæmist í lag en því miður verður það að bíða þangað til á morgun. Á degi sem þessum var afskaplega erfitt að bíða með símtalið.
Ég hafði hugsað mér að skrifa helling þegarnetið kæmist í lag en ég hef bara ekki lyst á því í dag. Kannski á morgun þegar ég hef hringt heim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pakkapakkapakka
11.9.2008 | 01:13
Það var tekin ákvörðun og við erum á leiðina til Flórída á morgun!
Það voru víst aungvir 30 dagar sem við fengum. NAIA hafði ekki borgað leiguna og hérna má víst henda fólki út með 5 daga fyrirvara þegar það borgar ekki leiguna. Og NAIA fékk tilkynningunna um útburðinn þann 5. svo þið getið reiknað.
Konan hjá fyrirtækinu sem leigir húsin hélt samt ekki að það yrði gert neitt fyrr en á mánudaginn. En það er samt ekki sérstaklega skemmtileg tilhugsun að eiga von á ofurduglegum starfsmönnum Horry sýslu í heimsókn.
Svo við förum í fyrramálið. 10-12 stunda akstur.
En ég er samt fegin því það er búið að taka ákvörðun í staðinn fyrir þetta limbó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mínus og plús
9.9.2008 | 19:02
Jæja, hérna er smá update, svo maður sletti aðeins.
Jorrit kom heim áðan, ekkert sérstaklega ánægður. Flugkennarinn hans hafði víst kvittað einhverstaðar vitlaust á plöggin sem nauðsynlegt er að hafa til að fara í próf. Svo: Ekkert próf.
Það er kannski skiljanlegt að Chad hafi ekki alveg hitt á rétta línu á föstudaginn, hann var jú rekinn með 0 dag í uppsagnarfrest þann dag.
En pirrandi samt.
En við erum samt búin að komast að "immediatley" þýðir víst 30 dagar hér um slóðir. Ákveðinn léttir. Við höfum þá tíma til að ná í kassa!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Var ég búin að minnast á skíthæl?
9.9.2008 | 15:15
Það komu menn og límdu miða á hurðina hjá okkur í morgun.
Kemur kannski ekki á óvart miðað við uppákomuna seinasta föstudag.
Jorrit er uppi í Cholumbia að taka þetta margumtalaða próf. Hann fór í gærkvöldi, nánast ólesinn og alveg óæfður. Við vonum að góður undirbúningur á "önninni" skili sér. Helgin fór nefnilega öll í að greiða úr flækjunni sem heiðursmaðurinn Benjamin Creel hafði verið að dunda sér við að skapa seinustu misserin.
Loksins var komið nokkurskonar plan: Jorrit í próf á vélinni "sinni" í dag. Aðrir eiga eftir að fara í próf á henni á næstu dögum. Vélin verður geymd á Myrtle Beach. Jorrit var búinn að redda flugkennslu fyrir hin minni prófin. Gæti klárað þau í vikunni. Og svo myndum við fara suður um helgina.
En svo kemur þessi miði.
Dagsettur 8. september sem var í gær hér alveg eins og annars staðar.
Á honum stendur að NAIA hafi fengið tilkynningu um útburð þann 5. sept vegna ógreiddrar leigu. Og "núna", þann 8. sept, ætti að bera okkur flugnemana út "immediatley"!
Einhvern vegin gleymdi Benni elskan að minnast á þetta smáatriði við okkur. En greyið, hann hefur nú gleymt svo mörgu undanfarið, sérstaklega ef það snéri að peningum, þannig að honum er nú vorkunn... NOT!
Annars er löggan búin að vera við flugskólann alla helgina og var þar í gær. Varla hafa þeir áhyggjur af hitabeltisstormum svo sú afsökun heldur ekki vatni lengur. Greyið Benni veit sennilega upp á sig sökina og vill ekki að neinn skemmi sig. En margur heldur mig sig, því að ég hef nú ekki heyrt um nokkurn áhuga á að endurhanna andlitið á Creel. Hugsanlega vegna þess að þá þyrfti viðkomandi að koma við manninn og hverjum langar til þess?
En núna er ég að reyna að ná í konuna sem veit allt um málið hjá leigjandafyrirtækinu. Og Jorrit er í flugprófi í allan dag og ég er ekki viss um að það geri nokkurt gagn að hrekkja hann með þessu nýjasta gleðiefni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ja, hvað á ég að segja?
6.9.2008 | 14:24
Hanna renndi framhjá í nótt.
Við bjuggumst við hinu versta. Færðum rúmið hans Magna frá gluggum og vorum þess albúin að færa okkur á öruggari stað í húsinu ef vindurinn yrði óhuggulegur.
Það ringdi nú töluvert. 7-8 tommur miðað við lokal-blaðið sem er dágóður partur af ársúrkomu heima. Myndin sýnir Lake NAIA sem myndast stundum við flugvöllinn en yfirleitt ekki svona glæsilega.
En vindurinn... Jorrit sagði í morgun að hann hefði verið svona svipaður og á góðum sumardegi á Hveravöllum.
We are not impressed!
Þá er bara að brenna niður til Flórída og heilsa upp á Ike þegar hann brunar í land eftir helgi!
Ég held nú án gríns að það blási aðeins meira frá honum.
Og:
Til hamingju með afmælið Hrafnkell Myrkvi!!!
Hanna komin til Bandaríkjanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Harðsnúna Hannah og aðrar hamfarir í Lendingabúðum.
5.9.2008 | 18:42
Hún verður líklega "aðeins" sterk hitabeltislægð þegar hún kemur en eins og fylkistjórinn sagði í gær: Það er lítill munur á aumingjalegum fellibyl og duglegri hitabeltislægð.
Hún er akkúrat núna að malla á sínum 20 mph austur af fylkismörkum Florída og Georgíu (í BNA ekki hinn, svona er fólk er með landafræðiþekkingu á við suma sem lesa cnn.com). Svona frekar til upplýsingar fyrir veðurfríkin: Hanna heldur uppi meðalvindhraða í kringum 100 km/klst (tæplega 28 m/s) og er um 980 millibör. Upplýsingarnar fæ ég héðan. Það sem gerir hana svona spennandi er rigningin og það að húsnæði hér um slóðir er kannski dulítið léttvægara en við eigum að venjast heima.
Svo er það næsta skemmtun: Ike.
Ike er lítill en afskaplega duglegur fellibylur. Það er búist við honum til Flórída rétt eftir helgina. Og svo ætlar hann að smella sér norður eftir ströndinni.
En fyrst ætlar hann auðvitað að kíkja aðeins á Bahamaeyjar! Fellibylur getur ekki verið þekktur fyrir annað þetta haustið. Ég gerðist nefnilega sek um að gleyma þessum litlu í seinustu færslu. Sem er náttúrulega algerlega hneysa fyrir konu á mínu kaleberi!
Aumingja Bahamabúar hafa nefnilega aldeilis fengið að kenna á því! Ef það verður söfnun á Íslandi fyrir þetta fólk, mæli ég með að taka þátt. Það á enginn að þurfa að upplifa 4 fellibylji á sama mánuðinum! Og kannski ná þau 5 því hún Jósafína er að snyrta sig undan strönd Afríku.
En að öðrum hamförum:
Jorrit fékk upphringingu í morgun þar sem Lyn (einn ritarinn í flugskólanum) boðaði hann á fund kl: 12. Þá ætlaði eigandi flugskólans að tilkynna eitthvað. Það að maðurinn ætli að tala við einn eða neinn er nú saga til næsta bæjar því hann hefur víst falið sig á skrifstofunni seinustu vikurnar.
"Ef hann er með byssu, forðaðu þér" spaugaði ég í Jorrit þegar hann fór.
Haha!
Maðurinn var nú ekki með byssu, en flugvallarlögreglan sem var á fundinum var með svoleiðis.
Jorrit kom við annan mann af fundinum víbrandi af reiði.
Gaurinn tilkynnti nemendum og starfsfólki að hér og nú væri skólanum lokað. Bara sí svona!
Yfirflugkennarinn fyrir evrópsku nemendurnar fór héðan til Flórída í gær. Hann vissi ekki neitt. Starfsfólkið vissi ekki neitt. Flugvallarlögreglan vissi um lokuna fyrr en þetta fólk. Hún var á staðnum ef ske kynni að ungu evrópubúarnir myndu sýna vanþóknun sína í verki (og vegna Hönnu).
Líklega vissi eigandi íbúðanna um lokunina fyrir amk viku síðan. Það voru festar upp tilkynningar um afleiðingar þess að skemma íbúðirnar þann 26. ágúst. Í tilkynningunni stóð:
"The purpose of the Memo is the insure that NAJA Students residing at The Landing Apartments are properly notified of their direct liability concerning apartment damages. ... We hope thes is never an issue. However, it has come to our attention that this could become an issue..."
Hmm, hugsaði ég þegar ég las þetta. Af hverju er þetta allt í einu orðuð vandamál? Pínu skrítið orðalag.
En núna er ég svo miklu vitrari!
Svona til að gera stöðuna aðeins súrari: Jorrit á að fara í flugprófið mikla á þriðjudaginn en það verður ekki hægt að leigja flugvél eftir helgi til að fara í prófið!! Þannig að eigandinn náði líka Jorrit sem er þó nánast alveg búinn í skólanum. Glæsilegt!
Jorrit er núna redda flugvél í Charlotte, vonandi gengur það.
Og já,
Það er byrjað að rigna... Hanna er að koma.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nammi, vatn og bækur
4.9.2008 | 18:44
Við fórum á stjá í gær í tilefni af hugsanlega komu Hönnuh.
Þegar birgðarstaða heimilisins var tekin kom í ljós að það væri best að versla smá. Sérstaklega vatn og svoleiðis.
Við byrjuðum reyndar á öðruvísi nauðsynjum og fundum Books-A-Million rétt hjá Berfoot landing. Nánast allt lesefni var gengið til þurrðar og það er alvarlegt mál! Ekki getum við farið að tala hvort við annað eða eitthvað!
Þessi bókabúð er alveg ágæt. Auðvitað nánast alveg eins og Books-A-Million í Charleston en samt fín. Við náðum amk að eyða 120 dollurum en fengum smá afslátt því að við keyptum afsláttarkort. Mér sýnist það ekki veita af!
Við fundum nokkrar skáldsögur, sögu Thor Heyerdahl um ferðina yfir Kyrrahafið, 3 barnabækur (Ofurbrók og ævintýri) og ég féll í freisni og verslaði "Experdition to Castle Ravenloft". Það er aldrei að vita...
Svo fórum við og tókum smá hring á Berfoot landing. Við fundum nokkra mynjagripi og smmáá nammi. Við fundum svona fudge í einni búð. Það var svona tilboð. 4 fudge sneiðar (kannski svona 300 gr hver) á verði 2ja. Þar sem við gátum alveg hugsað okkur að kaupa tvær kom upp í okkur smá græðgi. Svo núna eigum við endalaust mikið af fudge.
Svo fórum við á hamborgarastaðinn, þann sama og seinast. Hún Jelena frá Serbíu þjónaði okkur til borðs. Ég spurði hana út í allt austantjaldsfólkið sem væri að vinna á þessum stöðum. Þá er þetta eitthvað skiptinemaprógramsem er í gangi. Þau fara í skóla, svo vinna þau þarna, dansa smá, og fara svo heim.
Við sátum úti því að það var alltof heitt inni. Þegar við vorum komin langt með máltíðina fengum við óvæntan gest við borðið. Ungur spörfugl (líklega einhverkonar hrafnfugl) lenti á stólbaki við borðið, greinilega alveg tilbúinn til að stökkva á frönskurnar okkar. Fuglinum brá nokkuð við að sjá okkur og flögraði upp á sólhlífina við hliðina á okkur. Jorrit henti í hann frönsku (já ég veit, ég hefði skammast heima) sem sá stutti tók með ánægju. Því miður náðum við ekki myndum af fuglinum né systkynum hans en þau voru frekar fyndin að fylgjast með.
Eftir matinn fórum við og versluðum smá taffy. Bara smá.
Þegar við komum í Wal-mart fór maður að finna áhrif Hönnuh. Löngu áður en óveðrið fer feykja til hári fólks er það byrjað að feykja til í huga Þess. Konan sem var að fylla á vatnið benti okkur á að taka bara heilann kassa. Hún hafði ekki undann að fylla á og uppáhalds vatnið okkar var búið.
Annars tók ég eftir að Halloween-nammið er komið fram í hillur. Ekki ráð fyrr en í tíma sé tekið!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þar sem blautir vindar blása
2.9.2008 | 17:30
Ég myndi ekki vilja búa á Kúbu núna.
Hvert óveðrið eftir annað gengur yfir eyjunna. Fay, svo Gustav, núna er Hannah að munda sig við ströndina. Og svo er einhver Ike að bruna yfir Atlandshafið. Eyjabúar munu verða orðnir góðir í stafróinu ef heldur áfram sem horfir.
Þessar fellibyljaspár eru samt svolítið á reiki. Svo virðist sem veðurfræðingarnir hendi bara spásteinum upp í loftið og lesi úr þeim. Eða kíki í bolla. Með Gustav voru þeir bara vissir um að hann færi áfram, svona þannig lagað, amk ekki afturábak.
Ég hugga mig aðeins við þetta, nú þegar spár segja að Hannah (sem núna dettur úr og í að vera 1. stigs fellibylur) muni hugsanlega renna sér norður eftir Flórída og taka land í Georgíu eða Suður Karólínu. Veðurfræðingurinn sem við vorum að horfa á áðan vildi helst veðja á einhverstaðar á milli Georgetown og Myrtle Beach. Hérna má sjá hvað ég er að tala um: View Larger Map (Þið þurfið að skrolla aðeins inn til að sjá).
Ég vona bara að Jorrit komist í próf fyrir þessi óskup öll því að það er víst ekkert sérstakt flugveður við þessar aðstæður.
Svo er alltaf séns á að Hannah sleppi alveg því að koma við hjá okkur og fari bara beinustu leið heim til ykkar
Ef það kemur gott rok eftir svona 10 daga þá vitið þið hvaðan það kemur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)