Kaupmannahöfn
20.11.2007 | 18:33
Núna er kona komin heim og meira að segja búin að taka upp úr töskunum!
Við Magni brugðum okkur rétt aðeins til Kaupmannahafnar í seinustu viku og komum svo aftur í gærkvöldi.
Þetta var svona skotferð, ekki mikið legið í leti en margt afrekað.
Við fórum td bæði í Tivólí og dýragarðinn.
Skemmtilegast í Tívólíinu var víst þegar drekinn hnerraði á Magna og Eddu.
Flottasta dýrið í dýragarðinum var förustafurinn (stick insect) og tarantúlan sem tveir starfsmenn voru að sýna börnum í einu gróðurhúsana.
Eða það fannst Magna.
Mér fannst merkilegast að sjá umskifti simpansana og lætin í flóðhestunum.
Svo var verslað. En ólíkt öðrum verslunarferðum okkar mæðgina þá fór mesti tíminn í að skoða dótabúðir. Þannig er að nú líður að afmæli og jólum svo að auðvitað er gráupplagt að byrgja sig upp af pinklum. Þvílíkt sem barnið græddi á ferðinni!
Við fengum gott að borða og æfðum okkur í dönsku og hrafnkelsku.
Þegar til Íslands var komið fengum við óvænt far í höfuðstaðinn með Gísla og Áslaugu en hún var að koma frá París. Svo hittum við pabba hans Magna og fóru þeir í enn eina dótabúðina og versluðu afmælisgjöf fyrir Magna.
Eftir að smá pitsuát var okkur skutlað á völlinn en þar hittum við XXX manninn og afhentum honum XXX gjöf í afskaplega frumlegum og umfram allt ekta umbúðum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Úhúhú
13.11.2007 | 14:08
Ég er byrjuð að hlakka til og allt!
Núna á eftir mun ég hitta nýju gleraugun mín og svo á morgun mun ég og Magni leggja land undir væng.
Núna er bara vandinn að einbeita sér að brauðstritinu. Svolítið snúið þegar maður er komin með hugann í H&M eða dýragarðinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ný sýn
6.11.2007 | 18:16
Brunaði á Eyrina í dag. Tvennt var á dagskránni; Sitja fjarfund þar sem tilkynnt væri ný og betri UST (eða það skulum við vona) og, þar sem ég þurfti að fara á fundinn, að fara og láta mæla sjónina.
Fundurinn var snöggur og má líklegast nálgast kynna sér innhald hans á vef Stofnuninnar á morgun svo ég ætla ekki að ræða meir um hann.
Nema að það var gaman að virða fyrir sér norðaustur stöðvar UST og ég verð að viðurkenna að ég renndi öfundaraugum til aðstöðunnar.
Sjónmælingin leiddi í ljós að það sem ég viss nú alveg; ég sé svona svipað og snoðrotta í hádegissól. Tölurnar sem komu út úr mælingunni hefðu alveg getað verið hita (kulda) tölur á tærum og fallegum janúardegi hér í sveit. Eða svona nánast.
Ég gerðist líka svo djörf að panta mér gleraugu og linsur. Þar sem ég er svo sérstök (blind og rangeygð) þá fæ ég linsur á sama tíma og gleraugun (svona u.þ.b.) eða eftir um 2 vikur. Ég man nú þá gömlu góðu daga þegar svona nokkuð tók 4-6 vikur svo þetta er barasta xpress.
Sem sagt merkilegur dagur í meira lagi.
Ps. NWN2 gengur eins og smurður í Blánni. Gellan mín hún Yasmin Salander (nafngift: Magni Steinn), Aasimar paladín er núna komin á 2 level (sem gerir í raun 3 level með +1 lev. adj) og er ægileg hetja! Árans vesen er þetta með vinnuna, barnið, kærastan og svefn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur
2.11.2007 | 16:09
Núna hefur hlýnað til muna og engin snjókoma, bara slabb.
En veðrið er samt indælt
Ég vona bara að það bráðni nægilega af vegunum svo að Pony geti skautað með okkur mæðginin á Eyrina á morgun eða hinn.
Það sem má teljast óvenjulegt með þessa viku er að núna, þegar það er föstudagur og allt ,er heimilið mitt ekki í rúst. Eldhúsið bara nokkuð snyrtilegt og engir fjallháir staflar af DVD á stofuborðinu.
Það var allavega þannig þegar ég fór út í morgun. Vonandi hefur drengurinn ekki misst sig í bakstur eða eitthvað, svona í tilefni þess að ég var að nefna þetta
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Snjókoma - Oh, Joy!
30.10.2007 | 15:00
Já, það snjóar hér upp á hálendinu í dag.
Þetta er nú frekar órómatísk snjókoma. Lítil snjókorn sem koma niður með svona 45 til 30 gráðu halla, ef miðað er við jörðina. Og allt grátt.
Ég veit ekki... ég er einhvern vegin ekki í stuði fyrir snjó. Vil miklu frekar hafa áfram veðrið sem var í gær og fyrradag: Kalt, bjart og stillt. Og hálkulaust.
Fór og rölti upp á Hverfjell í gær í tilefni af veðrinu. Þurfti sko að skoða syðri uppgönguna. Afskaplega var það nú sniðugt af mér að grípa tækifærið amk miðað við veðrið í dag. Tók helling af myndum en var samt ekki nema klukkutíma og 20 mín í túrnum. Sem er ágætt miðað við þvílíkt letiblóð ég hef verið undanfarið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Afrek helgarinnar
29.10.2007 | 17:49
Núna er þessi sérdeilis fína helgi að baki.
Mér tókst að:
- Liggja í leti
- Laga almennilega til í:
- Stofunni
- Eldhúsinu
- Herberginu mínu
- Geymslunni
- Versla helling
- Fara í Bíó
- Spjalla uber mikið við Jorrit
Magna tókst að:
- Fá mig til að kaupa nýjan PS-leik.
Við Magni gerðumst nefnilega félagsskítar á laugadaginn (barnið reyndar gegn vilja sínum) og brenndum inn á Eyrina. Ég þurfti nefnilega nauðsynlega þangað og miðað við spá og allt virtist vera skynsamlegt að drífa sig bara. En svo kom rann sunnudagurinn upp bjartur og fagur, auðvitað.
Ef ég hefði ekki farið þá hefði örugglega verið snjókoma og allt.
En allavega:
Við brenndum inneftir og versluðum og þannig. Hittum á útsölu á tölvuleikjum í Eymundson og komum þaðan út með hinn sögufræga Lemmings. Ég var næstum búin að fjárfesta í Neverwinter Nights 2 en guggnaði á því á seinustu stund. Ég vona eiginlega pínu lítið að Valdís hafi fallið í freisni í gær...
Svo eftir verslið fórum við til Valdísar. Þar var frekar slæptur og örlítið pirraður (ég meina í alvöru örlítið ekki örlítið mikið, það var ekki urrað á okkur sko) Tryggvi. Við mæðginin og Valdís skildum hann eftir á sófanum og fórum í bíó.
Myndin sem varð fyrir valinu var (auðvitað) Stardust.
Magni hafði upphaflega ekki viljað fara á "svona textaða mynd" en eftir að hafa séð trailerinn ákvað hann að slá til.
Myndin var stórgóð. Alveg hæfilega klikkuð og svolítið ógeðsleg á köflum. Ég hugsaði stundum: "Og barnið er að horfa á þetta!" En Magni virtist taka ævintýra-ofbeldinu með ró og það sem virtist standa uppúr hjá honum var dansatriði skipstjórans.
Það er svolítið langt síðan ég las Stardust. Í minningunni var hún svona lauflétt ævintýri. Heimsmyndin einföld og allt voða bjart og fallegt. Svona þannig lagað. Vondukallarnir voða vondir og góðukallarnir ferlega góðir osfv.
Myndin er, held ég, ekki alveg endursögn af bókinni. En það er sko í fínu lagi því sagan gengur upp og er hvorki of hröð né of hæg. Ekki væmin og persónurnar eru skemmilegar. Sérstaklega gera hinir framliðnu prinsar það gott. En myndin er mun dekkri en mér minnir að bókin hafi verið. Fullt af blóði, í ýmsum litum, morð og misþyrmingar. Ekki fyrir voða viðkvæma.
Miðað við þetta þá er ég ekki viss um að ég myndi leggja í Neverwere...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Lagt í
25.10.2007 | 22:54
Ég byrjaði að laga til í geymslunni í gær. Veitti ekki af því að draslið var farið að flæða fram á gang, bókstaflega!
Í einum kassanum fann ég nokkrar bækur sem systur mínar gáfu mér fyrir margt löngu. Bækur um allskonar tilraunir. Einnig fann ég tafl sem við Magni ætluðu reyndar að leita af.
Ég gaf Magna bækurnar og hann gaf sér næstum ekki tíma til að hlusta á kvöldsöguna því að hann var svo mikið að skoða.
Svo í dag gerðum við tilraun:
Settum ger, sykur, og vatn í flösku. Settum svo blöðru á stútinn og fylgdumst svo með.
Geðveikt gaman! Sérstaklega þegar froðan náði upp í blöðruna og blaðran þandist svo út að hún virtist ætla að springa!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyndið sjálfspróf!
24.10.2007 | 09:58
Hvem er du i Mummidalen? | |
Mitt resultat: Hattifnatt Du er Hattifnatt! Du er merkelig du! | |
Ta denne quizen på Start.no |
En ég verð að viðurkenna að mér lýst ekki alveg á sjálfan mig! En það gæti verið verra, ég gæti hafa verið Morrinn!
Og svo er ég ekki alveg klár í Norskunni. Kannski misskildi ég eitthvað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Loksins vetur
17.10.2007 | 23:11
Í dag var fyrsti almennilega kaldi vetrardagurinn, -5 °c. Kyrrt og fallegt veður og smá ís á vatninu.
Annars er flest gott að frétta. Þvílík suðurreisa um helgina þar sem ég fór á umhverfisþing og svo fórum við Magni til Álfhildar og co. Á sunnudaginn kíktum við svo í heimsókn til Þorbjörns Ara og fjsk.
Á mánudag fórum við svo aftur á Eyrina til að skipta um dekk á Ford og fleira.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Úhhaha
11.10.2007 | 13:16
Í dag er merkisdagur!
Hún Álfhildur Eiríksdóttir á afmæli.
Slíkt gerist ekki á hverjum degi!!
Til hamingju og hafðu það sem best í dag, Álfhildur!
Sjáumst svo um helgina
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)